Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:59 Gylfi Þór er byrjaður að leika boltalistir að nýju Vísir/Vilhelm Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er „bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. Þetta sagði miðjumaðurinn knái í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í dag á æfingu íslenska liðsins. Gylfi Þór meiddist eins og alþjóð veit í leik með Brighton fyrr í vetur. Hann segir endurhæfinguna ganga vel. „Það er vika, tvær vikur síðan ég byrjaði að sparka í bolta. Ég er byrjaður að skjóta núna sem er mjög góð tilfinning. Búinn að vera langur tími en ég er byrjaður að gera flest; hoppa, hlaupa og taka snúninga,“ sagði Gylfi Þór. „Fyrsta daginn eftir meiðslin þá hélt ég að HM væri í hættu, ég gat ekki hreyft hnéð. Síðan gekk þetta mjög vel áður en það kom smá bakslag, var vökvi í hnénu sem þurfti að taka úr og það setti mig aftur um eina til tvær vikur, en ég er á mjög fínum stað núna.“ „Það mikilvægasta sem við erum búnir að gera síðustu vikur er að vera ekkert að flýta okkur. Við höfum nægan tíma, ég er að koma á réttum tíma. Það er engin ástæða fyrir því að vera að flýta sér í æfingar eða fyrsta leik á móti Noreg, málið er að ég þarf að vera heill og klár þegar við mætum til Rússlands.“ Ísland á vináttulandsleiki við Noreg og Gana þann 2. og 7. júní á Laugardalsvelli áður en liðið heldur til Rússlands. Stefnir Gylfi á að spila í þeim leikjum? „Planið er að fá nokkrar mínútur þar. Hversu margar fer eftir því hvernig æfingarnar ganga á næstu dögum og hvernig hnéð tekur því,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35 Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46 Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er „bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. Þetta sagði miðjumaðurinn knái í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í dag á æfingu íslenska liðsins. Gylfi Þór meiddist eins og alþjóð veit í leik með Brighton fyrr í vetur. Hann segir endurhæfinguna ganga vel. „Það er vika, tvær vikur síðan ég byrjaði að sparka í bolta. Ég er byrjaður að skjóta núna sem er mjög góð tilfinning. Búinn að vera langur tími en ég er byrjaður að gera flest; hoppa, hlaupa og taka snúninga,“ sagði Gylfi Þór. „Fyrsta daginn eftir meiðslin þá hélt ég að HM væri í hættu, ég gat ekki hreyft hnéð. Síðan gekk þetta mjög vel áður en það kom smá bakslag, var vökvi í hnénu sem þurfti að taka úr og það setti mig aftur um eina til tvær vikur, en ég er á mjög fínum stað núna.“ „Það mikilvægasta sem við erum búnir að gera síðustu vikur er að vera ekkert að flýta okkur. Við höfum nægan tíma, ég er að koma á réttum tíma. Það er engin ástæða fyrir því að vera að flýta sér í æfingar eða fyrsta leik á móti Noreg, málið er að ég þarf að vera heill og klár þegar við mætum til Rússlands.“ Ísland á vináttulandsleiki við Noreg og Gana þann 2. og 7. júní á Laugardalsvelli áður en liðið heldur til Rússlands. Stefnir Gylfi á að spila í þeim leikjum? „Planið er að fá nokkrar mínútur þar. Hversu margar fer eftir því hvernig æfingarnar ganga á næstu dögum og hvernig hnéð tekur því,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35 Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46 Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35
Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46
Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30