Vonast eftir fordæmisgefandi dómi vegna hatursorðræðu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 24. maí 2018 12:09 Vísir/eyþór Aðalmeðferð fór í morgun fram í máli manns sem var ákærður af lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir hatursorðræðu gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi. Hún segist vona til að fordæmisgefandi dómur falli í málinu. Ummælin voru rituð í júlí 2016 í Facebook athugasemdakerfi við frétt á vef DV. Fréttin var um deilur Semu Erlu við Útvarp Sögu en í athugasemdinni er þess óskað að hún farist í hryðjuverkaárás. Þar stendur einnig að hún sé „múslimaskítmenni“ eins og það er orðað og hún bendluð við hryðjuverkamenn. Í ákæru segir að þessi orð séu talin fela í sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps vegna trúarbragða þeirra. Sema kærði málið ekki sjálf heldur var það lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum þar sem sá sem ritaði ummælin er búsettur. „Það voru náttúrulega fleiri en einn og fleiri en tveir sem tilkynntu þetta til lögreglunnar á sínum tíma,“ segir Sema. „Lögreglan tók þetta mál til skoðunar í kjölfarið og það er auðvitað bara til fyrirmyndar að þau hafi ákveðið að gefa út þessa ákæru.“ Hún hefur ekki ákveðið hvort hún muni sjálf leita réttar síns með því að höfða skaðabótamál í kjölfarið. „Mér finnst fyrst og fremst mikilvægt að sett séu skýr mörk um hvað teljist hatursorðræða og hvað sé leyfilegt að segja og skrifa um annað fólk og hópa,“ segir Sema. „Það er kannski fyrst og fremst mikilvægt að fá niðurstöðu í það. Svo mun ég bara taka ákvörðun í kjölfarið á því, eftir því hvernig dómur fellur í þessu máli.“ Sema segir engu máli eiga að skipta hvort hatursorðræða fari fram á netinu eða í öðrum miðlum. „Já, það er alveg hundrað prósent mín skoðun. Það eiga að gilda sömu reglur um það sem þú ritar á opinberum vettvangi. Þær reglur þurfa fyrst og fremst að vera skýrari og þessi dómur gæti orðið fordæmisgefandi fyrir það. Hatursorðræða er auðvitað stórhættulegt samfélagsmein sem þarf að koma böndum á. Fólk þarf að taka ábyrgð á því sem það segir og skrifar." Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Aðalmeðferð fór í morgun fram í máli manns sem var ákærður af lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir hatursorðræðu gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi. Hún segist vona til að fordæmisgefandi dómur falli í málinu. Ummælin voru rituð í júlí 2016 í Facebook athugasemdakerfi við frétt á vef DV. Fréttin var um deilur Semu Erlu við Útvarp Sögu en í athugasemdinni er þess óskað að hún farist í hryðjuverkaárás. Þar stendur einnig að hún sé „múslimaskítmenni“ eins og það er orðað og hún bendluð við hryðjuverkamenn. Í ákæru segir að þessi orð séu talin fela í sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps vegna trúarbragða þeirra. Sema kærði málið ekki sjálf heldur var það lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum þar sem sá sem ritaði ummælin er búsettur. „Það voru náttúrulega fleiri en einn og fleiri en tveir sem tilkynntu þetta til lögreglunnar á sínum tíma,“ segir Sema. „Lögreglan tók þetta mál til skoðunar í kjölfarið og það er auðvitað bara til fyrirmyndar að þau hafi ákveðið að gefa út þessa ákæru.“ Hún hefur ekki ákveðið hvort hún muni sjálf leita réttar síns með því að höfða skaðabótamál í kjölfarið. „Mér finnst fyrst og fremst mikilvægt að sett séu skýr mörk um hvað teljist hatursorðræða og hvað sé leyfilegt að segja og skrifa um annað fólk og hópa,“ segir Sema. „Það er kannski fyrst og fremst mikilvægt að fá niðurstöðu í það. Svo mun ég bara taka ákvörðun í kjölfarið á því, eftir því hvernig dómur fellur í þessu máli.“ Sema segir engu máli eiga að skipta hvort hatursorðræða fari fram á netinu eða í öðrum miðlum. „Já, það er alveg hundrað prósent mín skoðun. Það eiga að gilda sömu reglur um það sem þú ritar á opinberum vettvangi. Þær reglur þurfa fyrst og fremst að vera skýrari og þessi dómur gæti orðið fordæmisgefandi fyrir það. Hatursorðræða er auðvitað stórhættulegt samfélagsmein sem þarf að koma böndum á. Fólk þarf að taka ábyrgð á því sem það segir og skrifar."
Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00