Vonast eftir fordæmisgefandi dómi vegna hatursorðræðu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 24. maí 2018 12:09 Vísir/eyþór Aðalmeðferð fór í morgun fram í máli manns sem var ákærður af lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir hatursorðræðu gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi. Hún segist vona til að fordæmisgefandi dómur falli í málinu. Ummælin voru rituð í júlí 2016 í Facebook athugasemdakerfi við frétt á vef DV. Fréttin var um deilur Semu Erlu við Útvarp Sögu en í athugasemdinni er þess óskað að hún farist í hryðjuverkaárás. Þar stendur einnig að hún sé „múslimaskítmenni“ eins og það er orðað og hún bendluð við hryðjuverkamenn. Í ákæru segir að þessi orð séu talin fela í sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps vegna trúarbragða þeirra. Sema kærði málið ekki sjálf heldur var það lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum þar sem sá sem ritaði ummælin er búsettur. „Það voru náttúrulega fleiri en einn og fleiri en tveir sem tilkynntu þetta til lögreglunnar á sínum tíma,“ segir Sema. „Lögreglan tók þetta mál til skoðunar í kjölfarið og það er auðvitað bara til fyrirmyndar að þau hafi ákveðið að gefa út þessa ákæru.“ Hún hefur ekki ákveðið hvort hún muni sjálf leita réttar síns með því að höfða skaðabótamál í kjölfarið. „Mér finnst fyrst og fremst mikilvægt að sett séu skýr mörk um hvað teljist hatursorðræða og hvað sé leyfilegt að segja og skrifa um annað fólk og hópa,“ segir Sema. „Það er kannski fyrst og fremst mikilvægt að fá niðurstöðu í það. Svo mun ég bara taka ákvörðun í kjölfarið á því, eftir því hvernig dómur fellur í þessu máli.“ Sema segir engu máli eiga að skipta hvort hatursorðræða fari fram á netinu eða í öðrum miðlum. „Já, það er alveg hundrað prósent mín skoðun. Það eiga að gilda sömu reglur um það sem þú ritar á opinberum vettvangi. Þær reglur þurfa fyrst og fremst að vera skýrari og þessi dómur gæti orðið fordæmisgefandi fyrir það. Hatursorðræða er auðvitað stórhættulegt samfélagsmein sem þarf að koma böndum á. Fólk þarf að taka ábyrgð á því sem það segir og skrifar." Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Aðalmeðferð fór í morgun fram í máli manns sem var ákærður af lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir hatursorðræðu gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi. Hún segist vona til að fordæmisgefandi dómur falli í málinu. Ummælin voru rituð í júlí 2016 í Facebook athugasemdakerfi við frétt á vef DV. Fréttin var um deilur Semu Erlu við Útvarp Sögu en í athugasemdinni er þess óskað að hún farist í hryðjuverkaárás. Þar stendur einnig að hún sé „múslimaskítmenni“ eins og það er orðað og hún bendluð við hryðjuverkamenn. Í ákæru segir að þessi orð séu talin fela í sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps vegna trúarbragða þeirra. Sema kærði málið ekki sjálf heldur var það lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum þar sem sá sem ritaði ummælin er búsettur. „Það voru náttúrulega fleiri en einn og fleiri en tveir sem tilkynntu þetta til lögreglunnar á sínum tíma,“ segir Sema. „Lögreglan tók þetta mál til skoðunar í kjölfarið og það er auðvitað bara til fyrirmyndar að þau hafi ákveðið að gefa út þessa ákæru.“ Hún hefur ekki ákveðið hvort hún muni sjálf leita réttar síns með því að höfða skaðabótamál í kjölfarið. „Mér finnst fyrst og fremst mikilvægt að sett séu skýr mörk um hvað teljist hatursorðræða og hvað sé leyfilegt að segja og skrifa um annað fólk og hópa,“ segir Sema. „Það er kannski fyrst og fremst mikilvægt að fá niðurstöðu í það. Svo mun ég bara taka ákvörðun í kjölfarið á því, eftir því hvernig dómur fellur í þessu máli.“ Sema segir engu máli eiga að skipta hvort hatursorðræða fari fram á netinu eða í öðrum miðlum. „Já, það er alveg hundrað prósent mín skoðun. Það eiga að gilda sömu reglur um það sem þú ritar á opinberum vettvangi. Þær reglur þurfa fyrst og fremst að vera skýrari og þessi dómur gæti orðið fordæmisgefandi fyrir það. Hatursorðræða er auðvitað stórhættulegt samfélagsmein sem þarf að koma böndum á. Fólk þarf að taka ábyrgð á því sem það segir og skrifar."
Tengdar fréttir Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. 24. maí 2018 07:00