Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2018 14:36 Brúðhjón og fleiri munu geta skemmt sér um helgina í Iðnó eins og til stóð að sögn René. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu í Iðnó við Tjörnina í gær og lokuðu staðnum. Lögreglumennirnir gengu erinda Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem að umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaði í flokki þrjú hafði verið synjað. René Boonekamp, sem rekur Iðnó, segir í samtali við Vísi að málið sé úr sögunni. Vissulega hafi lögregla lokað staðnum í gær en þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Iðnó er vinsæll staður til skemmtanahalds og átti meðal annars brúðkaupsveisla að fara fram þar um helgina. „The show must go on,“ segir René léttur. Veisluhöld um helgina verði eins og til stóð.Neikvæð umsögn frá borgarstjórn Í svari frá Sigurði Hafstað, fagstjóra á þinglýsinga- og leyfasviði sýslumanns, kemur fram að þann 20. september í fyrra hafi sýslumanni borist umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Umsóknin hafi farið í lögbundið umsagnarferli um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Neikvæðar umsagnir bárust frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem vísað var til þess að öryggis- og lokaúttekt lægi ekki fyrir. Leyfisveitendi má samkvæmt svari sýslumanns ekki gefa út rekstrarleyfi ef lögbundinn umsagnaraðili, Reykjavíkurborg í þessu tilfelli, leggst gegn útgáfu þess. Umsagnir eru bindandi fyrir leyfisveitanda samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Var umsókninni formlega synjað þann 18. maí en bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn hafi runnið út þann 16. janúar. Sigurður segir að þar sem lögreglustjóri eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laga hafi hann, lögum samkvæmt, án fyrirvara eða aðvörunar stöðvað starfsemina í gær enda ekki leyfi til hennar.Engum um að kenna Vísir hafði samband við René og félaga í morgun vegna málsins. Þeir voru önnum kafnir að ráða ráðum sínum og finna út hvernig hægt væri að bregðast við stöðunni. Hún var létt lundin hjá René þegar hann náði í blaðamann á þriðja tímanum. Hann var þá staddur á skrifstofu sýslumanns. Þegar blaðamaður spyr René út í neikvæða umsögn skrifstofu borgarstjórnar ítrekar hann að um misskilning hafi verið að ræða tengdar athugasemdum byggingafulltrúa. Engin ástæða sé til að dvelja við þetta. Engum sé um að kenna. „Þetta er no news,“ segir René léttur. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu í Iðnó við Tjörnina í gær og lokuðu staðnum. Lögreglumennirnir gengu erinda Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem að umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaði í flokki þrjú hafði verið synjað. René Boonekamp, sem rekur Iðnó, segir í samtali við Vísi að málið sé úr sögunni. Vissulega hafi lögregla lokað staðnum í gær en þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Iðnó er vinsæll staður til skemmtanahalds og átti meðal annars brúðkaupsveisla að fara fram þar um helgina. „The show must go on,“ segir René léttur. Veisluhöld um helgina verði eins og til stóð.Neikvæð umsögn frá borgarstjórn Í svari frá Sigurði Hafstað, fagstjóra á þinglýsinga- og leyfasviði sýslumanns, kemur fram að þann 20. september í fyrra hafi sýslumanni borist umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Umsóknin hafi farið í lögbundið umsagnarferli um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Neikvæðar umsagnir bárust frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem vísað var til þess að öryggis- og lokaúttekt lægi ekki fyrir. Leyfisveitendi má samkvæmt svari sýslumanns ekki gefa út rekstrarleyfi ef lögbundinn umsagnaraðili, Reykjavíkurborg í þessu tilfelli, leggst gegn útgáfu þess. Umsagnir eru bindandi fyrir leyfisveitanda samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Var umsókninni formlega synjað þann 18. maí en bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn hafi runnið út þann 16. janúar. Sigurður segir að þar sem lögreglustjóri eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laga hafi hann, lögum samkvæmt, án fyrirvara eða aðvörunar stöðvað starfsemina í gær enda ekki leyfi til hennar.Engum um að kenna Vísir hafði samband við René og félaga í morgun vegna málsins. Þeir voru önnum kafnir að ráða ráðum sínum og finna út hvernig hægt væri að bregðast við stöðunni. Hún var létt lundin hjá René þegar hann náði í blaðamann á þriðja tímanum. Hann var þá staddur á skrifstofu sýslumanns. Þegar blaðamaður spyr René út í neikvæða umsögn skrifstofu borgarstjórnar ítrekar hann að um misskilning hafi verið að ræða tengdar athugasemdum byggingafulltrúa. Engin ástæða sé til að dvelja við þetta. Engum sé um að kenna. „Þetta er no news,“ segir René léttur.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira