Nær Liverpool að velta Real Madrid úr sessi í Kænugarði? Hjörvar Ólafsson skrifar 26. maí 2018 10:30 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á æfingu liðsins í gær. Fótbolti Real Madrid, sigursælasta félag Evrópukeppni meistaraliða sem varð síðar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla, mætir Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Kiev í dag. Real Madrid hefur unnið keppnina 12 sinnum, en Liverpool hefur hins vegar lyft bikarnum í þessari keppni fimm sinnum. Real Madrid hefur unnið keppnina síðustu tvö ár, en hugur Liverpool-manna þarf að flögra allt aftur til Istanbúl árið 2005 til þess að rifja upp sigurstund í Meistaradeildinni. Liverpool vann þá eftirminnilegan sigur í keppninni eftir dramatískan sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni. Zinedine Zidane, sem nú stýrir skútunni hjá Real Madrid, hefur unnið keppnina einu sinni sem leikmaður, en það var árið 2001 þegar hann skoraði annað marka Real Madrid í 2-1 sigri gegn Bayer Leverkusen. Zidane klippti þá boltann laglega í markið og skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum í sögu keppninnar. Þá hefur Zidane stýrt Real Madrid tvisvar sinnum til sigurs í keppninni, tvö ár í röð eða bæði árin sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem aðalþjálfari hjá liðinu. Þá var Zidane í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid þegar liðið vann keppnina árið 2014. Fara þarf 42 ár aftur í tímann til að finna síðasta lið sem tókst að vinna þáverandi Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð. Var þar að verki Bayern München. Hafa aðeins þrjú lið unnið þessa sterkustu deild heims þrjú ár í röð eða meira, fyrrnefnt lið Bayern München, Ajax og Real Madrid sem vann keppnina fyrstu fimm árin sem hún fór fram. Jürgen Klopp er að fara í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað skipti sem knattspyrnustjóri, en hann laut í lægra haldi þegar hann stýrði Borussia Dortmund í úrslitaleik keppninnar gegn Bayern München vorið 2013. Sé lítið til tölfræði yfir markaskorun í Meistaradeildinni á leiktíðinni má vænta þess að um markaleik verði að ræða. Liverpool hefur skorað liða mest eða 40 mörk og Real Madrid kemur næst með 30 mörk. Liverpool tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því spilað fleiri leiki en Real Madrid í keppninni á þessu tímabili. Þá eru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili í röðum liðanna, en Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er markahæstur með 15 mörk. Mohamed Salah og Roberto Firmino, sóknarmenn Liverpool, koma næstir á listanum með tíu mörk hvor og Sadio Mané, þriðji maðurinn í sóknarþríeyki Liverpool er í fjórða sæti listans með níu mörk. Það er hins vegar hætt við því að liðin mæti varkár til leiks, eins og gengur og gerist um úrslitaleiki af þessari stærðargráðu. Það er hins vegar vonandi að leikmenn liðanna sleppi fram af sér beislinu og sóknarleikurinn verði í hávegum hafður í Kiev í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira
Fótbolti Real Madrid, sigursælasta félag Evrópukeppni meistaraliða sem varð síðar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla, mætir Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Kiev í dag. Real Madrid hefur unnið keppnina 12 sinnum, en Liverpool hefur hins vegar lyft bikarnum í þessari keppni fimm sinnum. Real Madrid hefur unnið keppnina síðustu tvö ár, en hugur Liverpool-manna þarf að flögra allt aftur til Istanbúl árið 2005 til þess að rifja upp sigurstund í Meistaradeildinni. Liverpool vann þá eftirminnilegan sigur í keppninni eftir dramatískan sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni. Zinedine Zidane, sem nú stýrir skútunni hjá Real Madrid, hefur unnið keppnina einu sinni sem leikmaður, en það var árið 2001 þegar hann skoraði annað marka Real Madrid í 2-1 sigri gegn Bayer Leverkusen. Zidane klippti þá boltann laglega í markið og skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum í sögu keppninnar. Þá hefur Zidane stýrt Real Madrid tvisvar sinnum til sigurs í keppninni, tvö ár í röð eða bæði árin sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem aðalþjálfari hjá liðinu. Þá var Zidane í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid þegar liðið vann keppnina árið 2014. Fara þarf 42 ár aftur í tímann til að finna síðasta lið sem tókst að vinna þáverandi Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð. Var þar að verki Bayern München. Hafa aðeins þrjú lið unnið þessa sterkustu deild heims þrjú ár í röð eða meira, fyrrnefnt lið Bayern München, Ajax og Real Madrid sem vann keppnina fyrstu fimm árin sem hún fór fram. Jürgen Klopp er að fara í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað skipti sem knattspyrnustjóri, en hann laut í lægra haldi þegar hann stýrði Borussia Dortmund í úrslitaleik keppninnar gegn Bayern München vorið 2013. Sé lítið til tölfræði yfir markaskorun í Meistaradeildinni á leiktíðinni má vænta þess að um markaleik verði að ræða. Liverpool hefur skorað liða mest eða 40 mörk og Real Madrid kemur næst með 30 mörk. Liverpool tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því spilað fleiri leiki en Real Madrid í keppninni á þessu tímabili. Þá eru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili í röðum liðanna, en Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er markahæstur með 15 mörk. Mohamed Salah og Roberto Firmino, sóknarmenn Liverpool, koma næstir á listanum með tíu mörk hvor og Sadio Mané, þriðji maðurinn í sóknarþríeyki Liverpool er í fjórða sæti listans með níu mörk. Það er hins vegar hætt við því að liðin mæti varkár til leiks, eins og gengur og gerist um úrslitaleiki af þessari stærðargráðu. Það er hins vegar vonandi að leikmenn liðanna sleppi fram af sér beislinu og sóknarleikurinn verði í hávegum hafður í Kiev í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira