Innlent

Lokatölur úr Hafnarfirði: Fjórir flokkar koma nýir inn

Bjarki Ármannsson skrifar
Hér má sjá bæjarfulltrúa Hafnarfjarðar á komandi kjörtímabili.
Hér má sjá bæjarfulltrúa Hafnarfjarðar á komandi kjörtímabili.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Hafnarfirði og fær langflesta bæjarfulltrúa kjörna, þó ekki hreinan meirihluta. Töluverð breyting er á skipan bæjarstjórnar. Kjörsókn var með dræmasta móti, aðeins 58 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 33,7 prósent atkvæða og heldur sínum fimm bæjarfulltrúum frá því á síðasta kjörtímabili. Næst á eftir fylgir Samfylkingin með 20,1 prósent atkvæða. Flokkurinn missir einn fulltrúa frá því á síðasta kjörtímabili og situr eftir með tvo.



Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Hafnarfirði og fær langflesta bæjarfulltrúa kjörna, þó ekki hreinan meirihluta. Töluverð breyting er á skipan bæjarstjórnar.

Lokatölur úr Hafnarfirði.Vísir/Gvendur
Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Miðflokkurinn og Bæjarlistinn ná allir inn einum manni, en enginn þessara flokka átti sæti í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili. Vinstri græn missa sinn mann og Píratar ná ekki inn manni. 

Björt framtíð náði tveimur fulltrúum inn í síðustu kosningum og sat í bæjarstjórn með Sjálfstæðisflokknum á síðasta kjörtímabili en bauð ekki fram að þessu sinni. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, annar fulltrúa Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili, leiðir Bæjarlistann nú. 

Sjálfstæðisflokkurinn getur þannig myndað meirihluta með hverjum hinna flokkanna sem er, en allir aðrir flokkar þyrftu að taka saman höndum til að mynda eins manns meirihluta.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Hafnarfirði og fær langflesta bæjarfulltrúa kjörna, þó ekki hreinan meirihluta. Töluverð breyting er á skipan bæjarstjórnar.
Ný bæjarstjórn lítur svona út:

1    D    Rósa Guðbjartsdóttir   

2    S    Adda María Jóhannsdóttir   

3    D    Kristinn Andersen    

4    D    Ólafur Ingi Tómasson    

5    S    Friðþjófur Helgi Karlsson    

6    C    Jón Ingi Hákonarson    

7    D    Helga Ingólfsdóttir    

8    B    Ágúst Bjarni Garðarsson    

9    L    Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir    

10  M    Sigurður Þ. Ragnarsson    

11  D    Kristín Thoroddsen  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×