Innlent

Meirihlutinn féll í Eyjum og víða um landið

Höskuldur Kári Schram skrifar

Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi einkennt kosningarnar í gær og landslagið í mörgum sveitarfélögum tekið breytingum. 

Meirihluti Sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar hélt í Kópavogi en Björt framtíð og Viðreisn buðu fram sameiginlega lista. Sjálfstæðismenn fengu 36,1 prósent fimm bæjarfulltrúa en Björt framtíð og Viðreisn tvö þrettán komma  fimm prósent og tvo fulltrúa. Samfylkingin fékk 16,3 prósent og tvo bæjarfulltrúa, Framsókn einn bæjarfulltrúa og Píratar einn. 

Í Hafnarfirði mynduðu sjálfstæðismenn meirihluta með Bjartri framtíð sem bauð ekki fram lista í ár og því var ljóst að meirihlutinn væri fallinn. Sjálfstæðismenn fengu 33,7 prósent og fimm bæjarfulltrúa. Samfylking fékk 20,1 prósent og tvo bæjarfulltrúa. Framsóknarmenn, Miðflokkur, Viðreisn og Bæjarlistinn fengu einn hver. 

Í Reykjanesbæ misstu Samfylking,Bein leið og Frjálst afl meirihluta sinn í bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn fengu 22,9 prósent og þrjá bæjarfulltrúa. Samfylkingfékk 20,5 prósent og einnig þrjá. Framsóknarmenn fengu tvo bæjarfulltrúa og Miðflokkur, Frjálst afl og Bein leið einn hver. 

Meirihluti Sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar á Akranesi féll og einnig í Árborg þar sem Sjálfstæðismenn voru með meirihluta. 

Sjálfstæðismenn voru líka í meirihluta í Vestmannaeyjum. Voru með fimm menn en fengu þrjá. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja var í fimmta sæti og náði því ekki kjöri.

Rætt var við Elliða í Eyjum þegar lokatölur lágu fyrir og má sjá viðtalið í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.