Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 15:36 Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Vísir/Auðunn Níelsson Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er sannarlega búin að finna sína fjöl. Hún er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín á fjölmiðlum en hún er ofboðslega ánægð að vera komin á fullt í stjórnmálin og ætlar að láta gott af sér leiða og láta til sín taka fyrir hönd Akureyrar. „Mér finnst þetta æðislegt,“ mér finnst ég hafa lifnað við aftur. Það er erfitt að reka sjónvarpsstöð á Akureyri, svona fjárhagslega, en ég er svo mikil hugsjónakona fyrir jafnrétti og jöfnuði og þarna upplifi ég að ég fái að einbeita mér þar sem styrkleikinn liggur, án þess endilega að þurfa að selja auglýsingar,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. Samfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan. Hún hlaut 16,8% atkvæða og tryggði tvö sæti í bæjarstjórn. Hilda Jana og Dagbjört Elín Pálsdóttir eru fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf árin 2014-2018 og sá meirihluti heldur. Hilda Jana segir samstarfið hafa gengið vel og framundan ætli þessi sami meirihluti að ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf. „Mér finnst það eðlilegt í ljósi niðurstöðu kosningarinnar. Hún sýnir að hann [meirihlutinn] hafi staðið sig ágætlega og hafi umboð til þess að halda áfram. Okkur finnst það allavega gefa augaleið að það sé vænlegur kostur,“ segir Hilda Jana. Að sögn Hildu Jönu hefur samstarfið gengið vel og að flokkar meirihlutans hafi lagt ríka áherslu á að vinna vel með minnihlutanum. Hún telur að það sé meginástæðan fyrir því að kosningabaráttan fyrir norðan hafi ekki verið hatrömm. Aukin krafa um íbúalýðræði og íbúasamráð hafi átt sinn þátt í því að efla samstarf allra flokka innan bæjarstjórnarinnar. „Þetta snýst ekki um að vera alltaf sammála heldur snýst þetta um að sýna virðingu, tala sig saman niður á niðurstöðu og taka tillit til hópa sem hafa aðrar skoðanir á sama tíma og þú selur ekki þína hugsjón,“ segir Hilda Jana sem hefur mun meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðanna heldur innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana segist vera full tilhlökkunar að hefja störf í bæjarstjórn Akureyrar.vísir/Pjetur Sigurðsson„Flokkarnir þyrftu að vera enn öflugri í landsmálunum að tala fyrir hönd svæðisins, það er kannski hin sanna barátta,“ segir Hilda. „Það er mín upplifun að það sé ákveðin gjá á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar. Ég lít á þetta sem jafnréttismál,“ segir Jana sem segir landsbyggðirnar aðeins vilja sæti við borðið og fá sanngjarna meðferð. Hún segir að bæjarstjórnin þyrfti að taka höndum saman og berjast fyrir hagsmunum Akureyrar. „Við erum að sjá stærri borgarstjórn þar sem allir eru á fullu kaupi við að sinna hagsmunum Reykjavíkur, augljóslega, það er þeirra hlutverk. Síðan erum við með þingheim þar við hliðina á þar sem margir þurfa að vera í Reykjavík til að tilheyra.“ Bæjarfulltrúar hjá sveitarstjórnum utan höfuðborgarsvæðisins séu sjaldnast í fullu starfi og þurfi jafnvel að sinna fleiri störfum meðfram sveitarstjórnum. „Bæði sér maður fólk of oft brenna út í starfi, hætta og koma ekki aftur inn á næsta kjörtímabili og síðan það að hafa ekki fókus í annað en að reka bæjarfélagið. Það vantar innleggið í stóra samhenginu; að geta átt í samtali við ríkisvaldið, ráðuneytin, Samtök atvinnulífsins og svo framvegis. Þess vegna held ég að rödd landsbyggðanna skorti í almennri umræðu um Ísland.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er sannarlega búin að finna sína fjöl. Hún er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín á fjölmiðlum en hún er ofboðslega ánægð að vera komin á fullt í stjórnmálin og ætlar að láta gott af sér leiða og láta til sín taka fyrir hönd Akureyrar. „Mér finnst þetta æðislegt,“ mér finnst ég hafa lifnað við aftur. Það er erfitt að reka sjónvarpsstöð á Akureyri, svona fjárhagslega, en ég er svo mikil hugsjónakona fyrir jafnrétti og jöfnuði og þarna upplifi ég að ég fái að einbeita mér þar sem styrkleikinn liggur, án þess endilega að þurfa að selja auglýsingar,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. Samfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan. Hún hlaut 16,8% atkvæða og tryggði tvö sæti í bæjarstjórn. Hilda Jana og Dagbjört Elín Pálsdóttir eru fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf árin 2014-2018 og sá meirihluti heldur. Hilda Jana segir samstarfið hafa gengið vel og framundan ætli þessi sami meirihluti að ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf. „Mér finnst það eðlilegt í ljósi niðurstöðu kosningarinnar. Hún sýnir að hann [meirihlutinn] hafi staðið sig ágætlega og hafi umboð til þess að halda áfram. Okkur finnst það allavega gefa augaleið að það sé vænlegur kostur,“ segir Hilda Jana. Að sögn Hildu Jönu hefur samstarfið gengið vel og að flokkar meirihlutans hafi lagt ríka áherslu á að vinna vel með minnihlutanum. Hún telur að það sé meginástæðan fyrir því að kosningabaráttan fyrir norðan hafi ekki verið hatrömm. Aukin krafa um íbúalýðræði og íbúasamráð hafi átt sinn þátt í því að efla samstarf allra flokka innan bæjarstjórnarinnar. „Þetta snýst ekki um að vera alltaf sammála heldur snýst þetta um að sýna virðingu, tala sig saman niður á niðurstöðu og taka tillit til hópa sem hafa aðrar skoðanir á sama tíma og þú selur ekki þína hugsjón,“ segir Hilda Jana sem hefur mun meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðanna heldur innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana segist vera full tilhlökkunar að hefja störf í bæjarstjórn Akureyrar.vísir/Pjetur Sigurðsson„Flokkarnir þyrftu að vera enn öflugri í landsmálunum að tala fyrir hönd svæðisins, það er kannski hin sanna barátta,“ segir Hilda. „Það er mín upplifun að það sé ákveðin gjá á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar. Ég lít á þetta sem jafnréttismál,“ segir Jana sem segir landsbyggðirnar aðeins vilja sæti við borðið og fá sanngjarna meðferð. Hún segir að bæjarstjórnin þyrfti að taka höndum saman og berjast fyrir hagsmunum Akureyrar. „Við erum að sjá stærri borgarstjórn þar sem allir eru á fullu kaupi við að sinna hagsmunum Reykjavíkur, augljóslega, það er þeirra hlutverk. Síðan erum við með þingheim þar við hliðina á þar sem margir þurfa að vera í Reykjavík til að tilheyra.“ Bæjarfulltrúar hjá sveitarstjórnum utan höfuðborgarsvæðisins séu sjaldnast í fullu starfi og þurfi jafnvel að sinna fleiri störfum meðfram sveitarstjórnum. „Bæði sér maður fólk of oft brenna út í starfi, hætta og koma ekki aftur inn á næsta kjörtímabili og síðan það að hafa ekki fókus í annað en að reka bæjarfélagið. Það vantar innleggið í stóra samhenginu; að geta átt í samtali við ríkisvaldið, ráðuneytin, Samtök atvinnulífsins og svo framvegis. Þess vegna held ég að rödd landsbyggðanna skorti í almennri umræðu um Ísland.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03