Úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann grunaður um gróf brot Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2018 15:54 Húsnæði Landsréttar. Vísir/Hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmanni var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni því hann sé undir rökstuddum grun um ofbeldi, áreiti og ónæði gagnvart konu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn vegna þriggja ofbeldisbrota sem áttu sér stað árið 2016 og 2017. Konan segir manninn hafa veist að henni með ofbeldi nú í maí mánuði þannig að hann hafi dregið hana upp stiga, þrengt að hálsi hennar með hálsmáli peysu hennar, neitað konunni að yfirgefa heimili hans, sest klofvega á konuna og hert að hálsi hennar svo að konan hafi upplifað að maðurinn væri að kirkja hana. Sagði konan manninn hafa kýlt hana ítrekað í kvið þar til konan slapp út og náði að hringja eftir aðstoð lögreglu. Var konan með áverka á hálsi sem eru sagðir staðfesta frásögn hennar, sem og fleiri áverka. Konan sagði manninn hafa elt hana og núverandi kærasta hennar daglega og hann hafi sent henni mörg skilaboð. Því til staðfestingar lagði konan fram skjáskot af samskiptum þeirra í smáskilaboðum, en í greinargerð lögreglu kemur fram að af þeim gögnum verði ráðið að konan vilji forðast manninn og samskipti við hann, sem hann virði að vettugi. Konan hefur lýst því að hún sé ofsahrædd við manninn og þori ekki út úr húsi nema athuga sérstaklega hvort hann sé nálægur. Hjá lögreglu er enn fremur til meðferðar mál vegna meintrar líkamsárásar mannsins gegn konunni frá því í fyrra. Konan hefur lýst því hvernig maðurinn ýtti henni með þeim afleiðingum að mjóbak hennar skall á eldhúsinnréttingu, kýlt hana í eyra og kjálka, hrint henni í stiga svo hún hafi rekið sköflung og hné í stigaþrep. Í gögnum málsins séu myndir lögreglu af áverkum brotaþola ásamt læknisvottorði sem staðfesti áverka sem samrýmist frásögn konunnar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmanni var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni því hann sé undir rökstuddum grun um ofbeldi, áreiti og ónæði gagnvart konu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn vegna þriggja ofbeldisbrota sem áttu sér stað árið 2016 og 2017. Konan segir manninn hafa veist að henni með ofbeldi nú í maí mánuði þannig að hann hafi dregið hana upp stiga, þrengt að hálsi hennar með hálsmáli peysu hennar, neitað konunni að yfirgefa heimili hans, sest klofvega á konuna og hert að hálsi hennar svo að konan hafi upplifað að maðurinn væri að kirkja hana. Sagði konan manninn hafa kýlt hana ítrekað í kvið þar til konan slapp út og náði að hringja eftir aðstoð lögreglu. Var konan með áverka á hálsi sem eru sagðir staðfesta frásögn hennar, sem og fleiri áverka. Konan sagði manninn hafa elt hana og núverandi kærasta hennar daglega og hann hafi sent henni mörg skilaboð. Því til staðfestingar lagði konan fram skjáskot af samskiptum þeirra í smáskilaboðum, en í greinargerð lögreglu kemur fram að af þeim gögnum verði ráðið að konan vilji forðast manninn og samskipti við hann, sem hann virði að vettugi. Konan hefur lýst því að hún sé ofsahrædd við manninn og þori ekki út úr húsi nema athuga sérstaklega hvort hann sé nálægur. Hjá lögreglu er enn fremur til meðferðar mál vegna meintrar líkamsárásar mannsins gegn konunni frá því í fyrra. Konan hefur lýst því hvernig maðurinn ýtti henni með þeim afleiðingum að mjóbak hennar skall á eldhúsinnréttingu, kýlt hana í eyra og kjálka, hrint henni í stiga svo hún hafi rekið sköflung og hné í stigaþrep. Í gögnum málsins séu myndir lögreglu af áverkum brotaþola ásamt læknisvottorði sem staðfesti áverka sem samrýmist frásögn konunnar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira