Fótbolti

Nígeríumenn byrja undirbúninginn á jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nígeríumenn gerðu jafntefli í dag
Nígeríumenn gerðu jafntefli í dag vísir/getty

Nígeríumenn byrjuðu undirbúninginn fyrir HM í fótbolta á jafntefli við Lýðveldið Kongó í vináttuleik í dag.

William Troost-Ekong sem spilar með Bursaspor á Tyrklandi kom Nígeríu yfir strax á 15. mínútu leiksins og það stefndi allt í sigur Nígeríumanna þar til á 78. mínútu þegar gestirnir fengu vítaspyrnu.

Ben Malango Ngita, leikmaður Mazembe í heimalandinu, jafnaði metin úr spyrnunni. Janfræði var með liðunum í leiknum og voru flestar tölfræðitölur nokkuð jafnar, svo jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða.

Lýðveldið Kongó er ekki á leiðinni á HM en þó er liðið hærra á styrkleikalista FIFA heldur en Nígería. Kongó er í 38. sæti en Nígería í 47. sæti.

Ísland mætir Nígeríu í sínum öðrum leik í riðlakeppninni á HM í sumar, þann 22. júní í Volgograd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.