Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 19:33 Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Löngu boðað frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kom loks fyrir Alþingi í dag. Frumvarpið sjálft er upp á 24 síður en 147 síður með greinargerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu útilokað að afgreiða svo stórt má á þeirri viku sem eftir er af þingstörfum en þing fer í hlé á fimmtudag í næstu viku. Stjórnarandstöðu þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman því ljóst væri að skuldbindingar vegna EES samningsins kölluðu á að frumvarp sem þetta kæmi fram. Þá er samhliða lögð fram þingsályktunartillaga frá utanríkisráðherra sem felur í sér staðfestingu á viðauka við EES samningin hvað varðar persónuupplýsingar. Að auki á þingið á eftir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og var ríkisstjórnin minnt á það í dag að hún hefði boðað aukinn veg þingsins og meira samstarf við það. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kvað sér fyrstur hljóðs við upphafi atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. „Það er ríkisstjórninni til vansa að koma með mál af þessari stærðargráðu inn í þingið þegar svo skammt er eftir af þingtímanum,” sagði Þorsteinn. Málið barst það seint að veita þurfti afbrigði til að umræða um það gæti hafist. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði málið snerta meðferð stofnana og fyrirtækja á persónuupplýsingum alls almennings og brot á lögunum gætu varðað háum sektum. Við erum að tala um stjórnvaldssektir sem nema 2,4 milljörðum sem Persónuvernd á að taka ákvörðun um,” sagði Helga Vala. Smári MacCarthy þingmaður Pírata rifjaði upp að umræða um þessi mál í Evrópu hafi byrjað í janúar 2012. Það væri ótækt að koma síðan með svo umfangsmikið frumvarp um svo mikilvægt mál viku fyrir þinghlé. „Við höfum vitað af þessu í átta ár. Þetta hefur ekki verið neitt sem ætti að koma okkur á óvart. Þetta er búið að vera í vinnslu hjá ríkisstjórninni og í ráðuneytum í að verða tvö ár,” sagði Smári og bætti við: “Þetta er skammarlegt og þetta sýnir algera fyrirlitningu fyrir þinginu. Ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Eftir nokkrar umræður og þau svör Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að málið hafi verið til kynningar um tíma á vef ráðuneytisins, sem stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir, hófst umræðan skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Löngu boðað frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kom loks fyrir Alþingi í dag. Frumvarpið sjálft er upp á 24 síður en 147 síður með greinargerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu útilokað að afgreiða svo stórt má á þeirri viku sem eftir er af þingstörfum en þing fer í hlé á fimmtudag í næstu viku. Stjórnarandstöðu þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman því ljóst væri að skuldbindingar vegna EES samningsins kölluðu á að frumvarp sem þetta kæmi fram. Þá er samhliða lögð fram þingsályktunartillaga frá utanríkisráðherra sem felur í sér staðfestingu á viðauka við EES samningin hvað varðar persónuupplýsingar. Að auki á þingið á eftir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og var ríkisstjórnin minnt á það í dag að hún hefði boðað aukinn veg þingsins og meira samstarf við það. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kvað sér fyrstur hljóðs við upphafi atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. „Það er ríkisstjórninni til vansa að koma með mál af þessari stærðargráðu inn í þingið þegar svo skammt er eftir af þingtímanum,” sagði Þorsteinn. Málið barst það seint að veita þurfti afbrigði til að umræða um það gæti hafist. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði málið snerta meðferð stofnana og fyrirtækja á persónuupplýsingum alls almennings og brot á lögunum gætu varðað háum sektum. Við erum að tala um stjórnvaldssektir sem nema 2,4 milljörðum sem Persónuvernd á að taka ákvörðun um,” sagði Helga Vala. Smári MacCarthy þingmaður Pírata rifjaði upp að umræða um þessi mál í Evrópu hafi byrjað í janúar 2012. Það væri ótækt að koma síðan með svo umfangsmikið frumvarp um svo mikilvægt mál viku fyrir þinghlé. „Við höfum vitað af þessu í átta ár. Þetta hefur ekki verið neitt sem ætti að koma okkur á óvart. Þetta er búið að vera í vinnslu hjá ríkisstjórninni og í ráðuneytum í að verða tvö ár,” sagði Smári og bætti við: “Þetta er skammarlegt og þetta sýnir algera fyrirlitningu fyrir þinginu. Ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Eftir nokkrar umræður og þau svör Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að málið hafi verið til kynningar um tíma á vef ráðuneytisins, sem stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir, hófst umræðan skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?