Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 19:33 Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Löngu boðað frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kom loks fyrir Alþingi í dag. Frumvarpið sjálft er upp á 24 síður en 147 síður með greinargerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu útilokað að afgreiða svo stórt má á þeirri viku sem eftir er af þingstörfum en þing fer í hlé á fimmtudag í næstu viku. Stjórnarandstöðu þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman því ljóst væri að skuldbindingar vegna EES samningsins kölluðu á að frumvarp sem þetta kæmi fram. Þá er samhliða lögð fram þingsályktunartillaga frá utanríkisráðherra sem felur í sér staðfestingu á viðauka við EES samningin hvað varðar persónuupplýsingar. Að auki á þingið á eftir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og var ríkisstjórnin minnt á það í dag að hún hefði boðað aukinn veg þingsins og meira samstarf við það. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kvað sér fyrstur hljóðs við upphafi atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. „Það er ríkisstjórninni til vansa að koma með mál af þessari stærðargráðu inn í þingið þegar svo skammt er eftir af þingtímanum,” sagði Þorsteinn. Málið barst það seint að veita þurfti afbrigði til að umræða um það gæti hafist. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði málið snerta meðferð stofnana og fyrirtækja á persónuupplýsingum alls almennings og brot á lögunum gætu varðað háum sektum. Við erum að tala um stjórnvaldssektir sem nema 2,4 milljörðum sem Persónuvernd á að taka ákvörðun um,” sagði Helga Vala. Smári MacCarthy þingmaður Pírata rifjaði upp að umræða um þessi mál í Evrópu hafi byrjað í janúar 2012. Það væri ótækt að koma síðan með svo umfangsmikið frumvarp um svo mikilvægt mál viku fyrir þinghlé. „Við höfum vitað af þessu í átta ár. Þetta hefur ekki verið neitt sem ætti að koma okkur á óvart. Þetta er búið að vera í vinnslu hjá ríkisstjórninni og í ráðuneytum í að verða tvö ár,” sagði Smári og bætti við: “Þetta er skammarlegt og þetta sýnir algera fyrirlitningu fyrir þinginu. Ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Eftir nokkrar umræður og þau svör Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að málið hafi verið til kynningar um tíma á vef ráðuneytisins, sem stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir, hófst umræðan skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Löngu boðað frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kom loks fyrir Alþingi í dag. Frumvarpið sjálft er upp á 24 síður en 147 síður með greinargerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu útilokað að afgreiða svo stórt má á þeirri viku sem eftir er af þingstörfum en þing fer í hlé á fimmtudag í næstu viku. Stjórnarandstöðu þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman því ljóst væri að skuldbindingar vegna EES samningsins kölluðu á að frumvarp sem þetta kæmi fram. Þá er samhliða lögð fram þingsályktunartillaga frá utanríkisráðherra sem felur í sér staðfestingu á viðauka við EES samningin hvað varðar persónuupplýsingar. Að auki á þingið á eftir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og var ríkisstjórnin minnt á það í dag að hún hefði boðað aukinn veg þingsins og meira samstarf við það. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kvað sér fyrstur hljóðs við upphafi atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. „Það er ríkisstjórninni til vansa að koma með mál af þessari stærðargráðu inn í þingið þegar svo skammt er eftir af þingtímanum,” sagði Þorsteinn. Málið barst það seint að veita þurfti afbrigði til að umræða um það gæti hafist. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði málið snerta meðferð stofnana og fyrirtækja á persónuupplýsingum alls almennings og brot á lögunum gætu varðað háum sektum. Við erum að tala um stjórnvaldssektir sem nema 2,4 milljörðum sem Persónuvernd á að taka ákvörðun um,” sagði Helga Vala. Smári MacCarthy þingmaður Pírata rifjaði upp að umræða um þessi mál í Evrópu hafi byrjað í janúar 2012. Það væri ótækt að koma síðan með svo umfangsmikið frumvarp um svo mikilvægt mál viku fyrir þinghlé. „Við höfum vitað af þessu í átta ár. Þetta hefur ekki verið neitt sem ætti að koma okkur á óvart. Þetta er búið að vera í vinnslu hjá ríkisstjórninni og í ráðuneytum í að verða tvö ár,” sagði Smári og bætti við: “Þetta er skammarlegt og þetta sýnir algera fyrirlitningu fyrir þinginu. Ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Eftir nokkrar umræður og þau svör Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að málið hafi verið til kynningar um tíma á vef ráðuneytisins, sem stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir, hófst umræðan skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent