Hugsi yfir leynd hagsmunaskráningar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. maí 2018 10:00 Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku við VÍSIR/VILHELM Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, segir tilgang með hagsmunaskráningu æðstu ráðamanna þjóðarinnar vera að tryggja að farið sé að réttum leikreglum og byggja upp traust. Helga Vala spyr hvar gagnsæið verði í fyrirhugaðri hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að verði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum ráðherra?“ spyr Helga Vala. Hún vísar til þekktra mála um hagsmunaárekstra og spillingu æðstu embættismanna. „Þessi mál hafa yfirleitt komið upp vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem bendir á en ekki kerfið sjálft.“ Fyrirhuguð hagsmunaskráning kemur til vegna ábendinga frá Greco, samtökum Evrópuríkja, gegn spillingu. Í skýrslu Greco segir að dæmin sanni nauðsyn þess að reglur um hagsmunaskráningu nái yfir ráðuneytisstjóra og er þar vísað til innherjaupplýsinga sem hafi verið notaðar með refsiverðum hætti. Í skýrslu Greco segir að huga beri að því að víkka reglurnar út svo þær nái til nánustu fjölskyldumeðlima. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ábendingum Greco þess efnis í tilviki þingmanna og ráðherra. Nefndin hafi fundað með Persónuvernd, sem telji persónuverndarlög ekki í vegi fyrir því í tilviki nánustu skyldmenna, sé kveðið á um upplýsingagjöfina í lögum. Þá vísar Greco til þess að framkvæmd gildandi reglna sé ábótavant og aðhaldið komi að mestu leyti frá fjölmiðlafólki með fréttum af rangri upplýsingagjöf eða endurteknum fyrirspurnum um hagsmunaskráningu stjórnmálamanna. Greco-nefndin leggur ríka áherslu á umbætur þar að lútandi í þágu gegnsæis og ráðvendni æðstu embættismanna ríkisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundrað milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, segir tilgang með hagsmunaskráningu æðstu ráðamanna þjóðarinnar vera að tryggja að farið sé að réttum leikreglum og byggja upp traust. Helga Vala spyr hvar gagnsæið verði í fyrirhugaðri hagsmunaskráningu ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að verði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum ráðherra?“ spyr Helga Vala. Hún vísar til þekktra mála um hagsmunaárekstra og spillingu æðstu embættismanna. „Þessi mál hafa yfirleitt komið upp vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem bendir á en ekki kerfið sjálft.“ Fyrirhuguð hagsmunaskráning kemur til vegna ábendinga frá Greco, samtökum Evrópuríkja, gegn spillingu. Í skýrslu Greco segir að dæmin sanni nauðsyn þess að reglur um hagsmunaskráningu nái yfir ráðuneytisstjóra og er þar vísað til innherjaupplýsinga sem hafi verið notaðar með refsiverðum hætti. Í skýrslu Greco segir að huga beri að því að víkka reglurnar út svo þær nái til nánustu fjölskyldumeðlima. Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ábendingum Greco þess efnis í tilviki þingmanna og ráðherra. Nefndin hafi fundað með Persónuvernd, sem telji persónuverndarlög ekki í vegi fyrir því í tilviki nánustu skyldmenna, sé kveðið á um upplýsingagjöfina í lögum. Þá vísar Greco til þess að framkvæmd gildandi reglna sé ábótavant og aðhaldið komi að mestu leyti frá fjölmiðlafólki með fréttum af rangri upplýsingagjöf eða endurteknum fyrirspurnum um hagsmunaskráningu stjórnmálamanna. Greco-nefndin leggur ríka áherslu á umbætur þar að lútandi í þágu gegnsæis og ráðvendni æðstu embættismanna ríkisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundrað milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira