Tengdafaðir Ögmundar stal senunni á blaðamannafundinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 14:12 Steinar Skarphéðinn Jónsson spurði Heimi spjörunum úr varðandi markvarðarstöðuna. Vísir/Vilhelm Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar markvarðar, var óvæntur gestur í höfuðstöðvum KSÍ þegar landsliðshópurinn fyrir HM í Rússlandi var kynntur í dag. Fundurinn var ætlaður forsvarsmönnum landsliðsins og fulltrúum fjölmiðla. Uppákomuna má sjá hér neðar í fréttinni. Eftir að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði kynnt hóp sinn var boðið upp á spurningar úr sal. Ein af fyrstu spurningunum kom úr óvæntri átt, frá manni sem sagðist heita Steinar. Hafði hann mikinn áhuga á valinu á markvörðum fyrir HM þar sem Frederik Schram var valinn fram yfir Ögmund Kristinsson.Margir telja að Ögmundur hefði átt að vera einn þriggja markvarða sem færi til Rússlands.vísir/gettySjálfummér.com Gekk Steinar eftir svörum frá Heimi hvort hann hefði verið ánægður með frammistöðu Frederiks og Rúnars Alex í æfingaleikjunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Fullyrti hann að Heimir hefði sagt í viðtölum eftir leik að hann hefði verið allt annað en ánægður með frammistöðu þeirra. Heimir sagðist hafa vissulega verið óánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en minntist þess ekki að hafa gagnrýnt markverðina harðlega. Steinar sagði að það hefði auðveldlega mátt lesa út úr orðum þjálfarans eftir leikina. Blaðamenn voru orðnir forvitnir hver þessi Steinar væri sem enginn kannaðist við. Var það landsliðsþjálfarinn sem spurði Steinar út í það frá hvaða miðli hann væri. „Sjálfum mér,“ sagði Steinar. „Dot com?“ spurði Heimir á móti og hætti að svara athugasemdum Steinars. Flestir fjölmiðlamenn í salnum töldu að valið um þriðja pláss markvarðar í hópnum stæði á milli Ögmundar og Frederiks. Ljóst er að Steinar á sér fjölmarga skoðanabræður hvað valið varðar.Allir sammála um Frederik Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari sagði á fundinum að allir þjálfararnir væru sammála um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Að loknum fundi upplýstist svo að Steinar væri faðir eiginkonu Ögmundar markvarðar. Forsvarsmenn KSÍ tjáðu fjölmiðlamönnum eftir fundinn að í framhaldinu yrði farið fram á að blaðamenn sýndu blaðamannaskírteini þegar þeir mættu á fundi tengda landsliðinu.„Þetta var skemmtilegt krydd í frekar rólegan fund, allt í góðu,“ sagði Heimir í sjónvarpsútsendingu Vísis að blaðamannafundinum loknum.„Þetta útskýrir bara að við getum ekki allir verið sammála. Við sjáum leikinn með okkar augum,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46 Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar markvarðar, var óvæntur gestur í höfuðstöðvum KSÍ þegar landsliðshópurinn fyrir HM í Rússlandi var kynntur í dag. Fundurinn var ætlaður forsvarsmönnum landsliðsins og fulltrúum fjölmiðla. Uppákomuna má sjá hér neðar í fréttinni. Eftir að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði kynnt hóp sinn var boðið upp á spurningar úr sal. Ein af fyrstu spurningunum kom úr óvæntri átt, frá manni sem sagðist heita Steinar. Hafði hann mikinn áhuga á valinu á markvörðum fyrir HM þar sem Frederik Schram var valinn fram yfir Ögmund Kristinsson.Margir telja að Ögmundur hefði átt að vera einn þriggja markvarða sem færi til Rússlands.vísir/gettySjálfummér.com Gekk Steinar eftir svörum frá Heimi hvort hann hefði verið ánægður með frammistöðu Frederiks og Rúnars Alex í æfingaleikjunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Fullyrti hann að Heimir hefði sagt í viðtölum eftir leik að hann hefði verið allt annað en ánægður með frammistöðu þeirra. Heimir sagðist hafa vissulega verið óánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en minntist þess ekki að hafa gagnrýnt markverðina harðlega. Steinar sagði að það hefði auðveldlega mátt lesa út úr orðum þjálfarans eftir leikina. Blaðamenn voru orðnir forvitnir hver þessi Steinar væri sem enginn kannaðist við. Var það landsliðsþjálfarinn sem spurði Steinar út í það frá hvaða miðli hann væri. „Sjálfum mér,“ sagði Steinar. „Dot com?“ spurði Heimir á móti og hætti að svara athugasemdum Steinars. Flestir fjölmiðlamenn í salnum töldu að valið um þriðja pláss markvarðar í hópnum stæði á milli Ögmundar og Frederiks. Ljóst er að Steinar á sér fjölmarga skoðanabræður hvað valið varðar.Allir sammála um Frederik Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari sagði á fundinum að allir þjálfararnir væru sammála um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Að loknum fundi upplýstist svo að Steinar væri faðir eiginkonu Ögmundar markvarðar. Forsvarsmenn KSÍ tjáðu fjölmiðlamönnum eftir fundinn að í framhaldinu yrði farið fram á að blaðamenn sýndu blaðamannaskírteini þegar þeir mættu á fundi tengda landsliðinu.„Þetta var skemmtilegt krydd í frekar rólegan fund, allt í góðu,“ sagði Heimir í sjónvarpsútsendingu Vísis að blaðamannafundinum loknum.„Þetta útskýrir bara að við getum ekki allir verið sammála. Við sjáum leikinn með okkar augum,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46 Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46
Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45