Innlent

Hafna stöðvun framkvæmda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Brúarvirkjun verður 9,9 megavött.
Brúarvirkjun verður 9,9 megavött. Vísir/Vilhelm
Kröfu Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Landverndar um að framkvæmdir við Brúarvirkjun í Tungufljóti verði stöðvaðar hefur verið hafnað af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Um er að ræða 9,9 MW vatnsaflsvirkjun HS Orku í Tungufljóti sem sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir. Úrskurðarnefndin segir að stöðvun framkvæmda myndi hafa í för með sér mikið tjón fyrir HS orku. Efnislegri meðferð kærunnar verði lokið áður en framkvæmdir hefjast við aðalstíflu. Því sé hafnað kröfu um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×