Innlent

Ók á bifreið í afbrýðiskasti

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Húsnæði Landsréttar.
Húsnæði Landsréttar. Vísir/Hanna
Karlmaður á fimmtugsaldri var í Landsrétti dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hættubrot. Maðurinn hafði ekið bifreið sinni á aðra en í hinni bifreiðinni voru eiginkona hans og viðhald hennar.

Atvikið átti sér stað á bílaplaninu fyrir framan Árbæjarlaug í september 2015. Tuttugu ára hjónaband þeirra hafði verið stormasamt og sérlega slæmt undanfarin fjögur ár. Maðurinn hafði nýlega komist að því að konan hans væri farin að halda fram hjá honum.

Fyrir dómi neitaði hann að hafa ætlað að aka á bifreiðina heldur ætlaði hann sér aðeins að aka nálægt henni og koma þeim að óvörum.

Dómurinn taldi hins vegar ekki vefengt með skynsamlegum hætti að maðurinn hefði í afbrýðiskasti ætlað sér að aka á bifreiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×