Fótbolti

Sautján ára samstarf á enda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Faria og Mourinho verða ekki lengur saman á hliðarlínunni eftir tímabilið.
Faria og Mourinho verða ekki lengur saman á hliðarlínunni eftir tímabilið. vísir/getty
Rui Faria, aðstoðarmaður Jose Mourinho til margra ára, mun yfirgefa Manchester United eftir tímabilið. Hann vill stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálfari.

Man. Utd greindi frá þessu í dag en Mourinho staðfesti þetta í samtali við heimasíðu United. Þeir hafa unnið saman í sautján ár en því lýkur nú.

„Sautján ár og krakkinn er orðinn að manni. Sautján ár í Leiria, Porto, London, Milan, Madríd, London aftur og svo Manchester.”

„Æfa, spila, æfa, læra, hlægja og einnig tár af gleði. Gáfaði skólakrakkinn er nú fótbolta sérfræðingur og tilbúinn í glæsilegan feril sem stjóri.”

Faria hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Arsenal en Arsene Wenger stígur til hliðar í sumar eins og flestir vita.

„Mínar kveðjur fara til stjjórans, Jose Mourinho, fyrir að trúa á mig öll þessi ár, þegar þetta var bara draumur skólastráks.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×