Fótbolti

Hættur með Dortmund eftir nítján leiki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stoger hefur yfirgefið gula herinn.
Stoger hefur yfirgefið gula herinn. vísir/afp
Peter Stoger, stjóri Dortmund, er hættur með liðið eftir einungis nítján leiki með liðið en þetta tilkynnti hann eftir lokaumferðina í þýska boltanum í gær.

Stoger staðfesti þetta við fjölmiðla eftir 3-1 tap gegn Hoffenheim í síðustu umferðinni en þrátt fyrir tapið endar Dortmund í fjórða sætinu á marka mun og kemst þar af leiðandi í Meistaradeildina.

Lucien Favre, stjóri Nice, er talinn vera efstur á óskalista Dortmund en Sky Sports fréttastofan heldur því fram.

Stoger, sem tók við Dortmund í desember, eftir að Peter Bosz var rekinn segir að ákvörðunin hafi verið tekinn í bróðerni og að hún hafi verið tekin fyrir nokkru síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×