Fótbolti

Mótmæltu falli úr efstu deild með óeirðum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikil sorg í Hamburg í gær
Mikil sorg í Hamburg í gær vísir/getty
Hamburger Sport-Veiren er fallið úr þýsku Bundesligunni í fyrsta skipti í sögu deildarinnar en þetta varð ljóst eftir lokaumferðina sem fram fór í Þýskalandi í gær.

Hamburg vann reyndar lokaleikinn sem var gegn Borussia Mönchengladbach en þurfti að treysta á tap hjá Wolfsburg. Þeim urðu hins vegar ekki á nein mistök gegn Köln og unnu örugglega 4-1.

Hamburg er því fallið úr þýsku úrvalsdeildinni eftir tæplega 55 ára veru eða allt frá því að Bundesligan var stofnuð árið 1963. 

Óhætt er að segja að stuðningsmenn Hamburg hafi látið óánægju sína í ljós en leikurinn var flautaður af skömmu áður en uppbótartíminn var liðinn þar sem stuðningsmenn heimaliðsins hófu að skjóta flugeldum inn á völlinn.

Myndband af atburðarrásinni má sjá hér að neðan. Óeirðalögregla var send á vettvang til að koma í veg fyrir að bálreiðir stuðningsmenn kæmust inn á völlinn.

 

 


Tengdar fréttir

Klukkan í Hamburg hættir að telja eftir 54 ár

Þýskalandsmeistarar Bayern München luku keppni í Bundesligunni þetta tímabilið á stórtapi á heimavelli gegn Stuttgart. Alfreð Finnbogason misnotaði dauðafæri í tapi Augsburg og Hamburg féll úr efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins þrátt fyrir sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×