Fótbolti

Forseti PSG útilokar að Neymar verði seldur í sumar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Neymar gekk til liðs við PSG fyrir tæpu ári síðan
Neymar gekk til liðs við PSG fyrir tæpu ári síðan Vísir/Gety
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, segir ekkert til í þeim sögusögnum að Brasilíumaðurinn Neymar sé á förum frá franska stórliðinu í sumar.

Neymar hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United að undanförnu en Neymar yfirgaf Barcelona og gekk í raðir PSG síðastliðið sumar.

„Ég er 2000% viss um að hann verði hér áfram. Hann vill vera hérna og er með samning. Spænskir fjölmiðlar hafa skrifað um það síðan í október; að hann sé ekki ánægður hér og meira rugl,“

„Þetta er algjört bull og ekki svararvert. Ég er sannfærður um að hann verður leikmaður PSG á næstu leiktíð,“ segir Nasser.

Af Neymar sjálfum er það að frétta að hann er í óða önn að ná sér góðum fyrir HM í Rússlandi eftir að hafa fótbrotnað í febrúar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×