Fótbolti

Íslendingaliðið í Rússlandi áfram í efstu deild

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ragnar Sigurðsson og félagar tryggðu úrvalsdeildarsætið
Ragnar Sigurðsson og félagar tryggðu úrvalsdeildarsætið Vísir
HM-fararnir Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason voru allir í byrjunarliði Rostov þegar liðið fékk Ural í heimsókn í lokaumferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag.

Rostov þurfti að minnsta kosti eitt stig úr leiknum til að losna við umspil um fall úr deildinni en ljóst var að sigur myndi gulltryggja sætið.

Íslendingarnir þrír léku allan leikinn fyrir Rostov sem unnu 1-0 sigur með marki Aleksey Ionov á 57.mínútu.

Rostov lýkur keppni í 11.sæti af sextán liðum og leikur því áfram meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. Lokomotiv Moskva er rússneskur meistari en liðið var búið að tryggja sér titilinn fyrir lokaumferðina.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×