Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. maí 2018 15:45 Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins í Portúgal. Vísir/Heiða Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. Framlag Ísraels bar sigur úr býtum á úrslitakvöldinu í gærkvöldi, en Kýpur hafnaði í öðru sæti. Ljóst er því að keppnin fer fram þar í landi á næsta ári, en sú staðreynd hefur vakið misjöfn viðbrögð. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist skilja umræðuna en vonar þó að hægt sé að aðskilja söngvakeppnina og pólitík. „Eins og málin standa í dag þá erum við bara fyrst og fremst að fara að taka þátt í þessu í Jerúsalem á næsta ári, það er engin spurning um það. Ísrael er með í þessu samstarfi og svo þurfa menn bara að reyna að finna leiðir til að mótmæla hlutunum á einhvern annan máta. Menn hafa reynt að láta Eurovision ekki verða miðpunktinn í því,“ segir Felix.„Viljum vera á þessu úrslitakvöldi“ Íslenski hópurinn er nú á leið heim til Íslands, en Felix segir okkar fólk ganga sátt frá borði þrátt fyrir að atriðið hafi hafnað neðst allra í undankeppninni. Hann segir söngvarann Ara Ólafsson hafa staðið sig með prýði og myndað góð sambönd í Evrópu með þátttöku sinni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, alltaf jafn mikill og brjálæðislega flottur sjónvarpsviðburður. En við viljum vera á þessu úrslitakvöldi og það er það sem við ætlum að vinna í hörðum höndum héðan í frá.“ Hann segir hópinn í ár hafa talið rétt að hafa megináhersluna á söng Ara, frekar en að búa til stórt og mikið atriði. Þetta megi þó tvímælalaust endurskoða að ári. „Svo bara kemur eitthvað annað næst og þá bara verðum við að taka á því. En það er engin spurning að við þurfum aðeins að huga að því hvernig við sviðsetjum atriðin okkar og það er það sem við förum í að gera núna mjög grúndígt eftir þetta allt saman,“ segir Felix. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. Framlag Ísraels bar sigur úr býtum á úrslitakvöldinu í gærkvöldi, en Kýpur hafnaði í öðru sæti. Ljóst er því að keppnin fer fram þar í landi á næsta ári, en sú staðreynd hefur vakið misjöfn viðbrögð. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist skilja umræðuna en vonar þó að hægt sé að aðskilja söngvakeppnina og pólitík. „Eins og málin standa í dag þá erum við bara fyrst og fremst að fara að taka þátt í þessu í Jerúsalem á næsta ári, það er engin spurning um það. Ísrael er með í þessu samstarfi og svo þurfa menn bara að reyna að finna leiðir til að mótmæla hlutunum á einhvern annan máta. Menn hafa reynt að láta Eurovision ekki verða miðpunktinn í því,“ segir Felix.„Viljum vera á þessu úrslitakvöldi“ Íslenski hópurinn er nú á leið heim til Íslands, en Felix segir okkar fólk ganga sátt frá borði þrátt fyrir að atriðið hafi hafnað neðst allra í undankeppninni. Hann segir söngvarann Ara Ólafsson hafa staðið sig með prýði og myndað góð sambönd í Evrópu með þátttöku sinni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, alltaf jafn mikill og brjálæðislega flottur sjónvarpsviðburður. En við viljum vera á þessu úrslitakvöldi og það er það sem við ætlum að vinna í hörðum höndum héðan í frá.“ Hann segir hópinn í ár hafa talið rétt að hafa megináhersluna á söng Ara, frekar en að búa til stórt og mikið atriði. Þetta megi þó tvímælalaust endurskoða að ári. „Svo bara kemur eitthvað annað næst og þá bara verðum við að taka á því. En það er engin spurning að við þurfum aðeins að huga að því hvernig við sviðsetjum atriðin okkar og það er það sem við förum í að gera núna mjög grúndígt eftir þetta allt saman,“ segir Felix.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira