Fótbolti

Emil spilaði allan leikinn í mikilvægum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Emil og félagar fóru langt með að tryggja veru sína í Serie A í dag.
Emil og félagar fóru langt með að tryggja veru sína í Serie A í dag. vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson lék allan leikinn á miðju Udinese þegar liðið heimsótti fyrrum félaga Emils í Hellas Verona í mikilvægum leik í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Hellas Verona er fallið úr deildinni en Udinese var einnig í fallsæti fyrir leikinn.

Emil og félagar unnu frækinn 0-1 sigur þar sem Antonin Barak gerði eina mark leiksins á 20.mínútu.

Sigurinn fleytir Udinese upp í 15.sæti deildarinnar en liðið er aðeins tveimur stigum frá 18.sæti fyrir lokaumferðina sem þýðir að Emil og félagar eiga enn á hættu að falla en til þess þarf ýmislegt ólíklegt að gerast. 

Udinese fær Bologna í heimsókn í lokaumferðinni en með því að smella hér má sjá stöðuna í ítölsku deildinni fyrir lokaumferðina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×