Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2018 18:51 Eitt stærsta málið fyrir sveitarstjórnarkosningar á Vestfjörðum eru bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnir geta þrýst á uppbyggingu. Vegir eru úreltir og flugsamgöngur óáreiðanlegar sem gerir allri byggðarþróun erfitt fyrir. Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. Og þessi tvö mál tengjast. Uppbygging Arnarlax á Bíldudal er háð bættum samgöngum þar sem mesta áskorunin er að koma afurðum á markaðinn. „Við þurfum að koma frá okkur þessum 5-10 bílum á hverjum einasta degi. Yfir vetrartímann og yfir vegi sem eru löngu orðnir úreltir þá er það stórmál,“ segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax. Og vegirnir eru sannarlega úreltir og það fengum við að reyna við keyrslu frá Ísafirði til Bíldudals. Það var á mörkunum að það væri fært fyrir venjulegan fólksbíl, enda snjór, stórgrýti og djúpar holur á malarveginum. Allir oddvitar framboða á Vestfjörðum eru sammála um að hlutverk sveitarstjórna sé að þrýsta á ríkisstjórnina og funda enn meira í Reykjavík.Frá Patreksfirði.Vísir/Egill„Þar erum við sífellt að herja á stjórnvöld að koma inn og skila okkur inn í 21. öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð. Það þarf einnig að bæta vegi milli byggðarkjarna á svæðinu. „Að ná tengingu bæði norðu og suður. Það er ekki hlaupið að því en núna um helgina vorum við með fund á Patreksfirði go það var ófært næstum því,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð. Oddviti sjálfstæðimanna í Ísafjarðarbæ segir óvissuna í samgöngumálum óboðlega og bendir á að mikilvæg uppbygging í raforkumálum hangi saman við samgönguáætlanir. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að beita okkur fyrir að hér sé sett samgönguáætlun svo við vitum hverju við er að búast. Svo þetta sé ekki tilviljunarkennt ár frá ári,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. En það eru ekki bara vegirnir. Á þeim fjórum dögum sem fréttateymi Stöðvar tvö var fyrir vestan var tveimur flugum aflýst vegna ófærðar. Í maí. „Þetta getur auðvitað skapað vandræði en það er sjúkraflug en hér eru öflugir flugmenn og höfum þurft að fá þyrlu en þetta hefur sloppið til en er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Kosningar 2018 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Eitt stærsta málið fyrir sveitarstjórnarkosningar á Vestfjörðum eru bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnir geta þrýst á uppbyggingu. Vegir eru úreltir og flugsamgöngur óáreiðanlegar sem gerir allri byggðarþróun erfitt fyrir. Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. Og þessi tvö mál tengjast. Uppbygging Arnarlax á Bíldudal er háð bættum samgöngum þar sem mesta áskorunin er að koma afurðum á markaðinn. „Við þurfum að koma frá okkur þessum 5-10 bílum á hverjum einasta degi. Yfir vetrartímann og yfir vegi sem eru löngu orðnir úreltir þá er það stórmál,“ segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax. Og vegirnir eru sannarlega úreltir og það fengum við að reyna við keyrslu frá Ísafirði til Bíldudals. Það var á mörkunum að það væri fært fyrir venjulegan fólksbíl, enda snjór, stórgrýti og djúpar holur á malarveginum. Allir oddvitar framboða á Vestfjörðum eru sammála um að hlutverk sveitarstjórna sé að þrýsta á ríkisstjórnina og funda enn meira í Reykjavík.Frá Patreksfirði.Vísir/Egill„Þar erum við sífellt að herja á stjórnvöld að koma inn og skila okkur inn í 21. öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð. Það þarf einnig að bæta vegi milli byggðarkjarna á svæðinu. „Að ná tengingu bæði norðu og suður. Það er ekki hlaupið að því en núna um helgina vorum við með fund á Patreksfirði go það var ófært næstum því,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð. Oddviti sjálfstæðimanna í Ísafjarðarbæ segir óvissuna í samgöngumálum óboðlega og bendir á að mikilvæg uppbygging í raforkumálum hangi saman við samgönguáætlanir. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að beita okkur fyrir að hér sé sett samgönguáætlun svo við vitum hverju við er að búast. Svo þetta sé ekki tilviljunarkennt ár frá ári,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. En það eru ekki bara vegirnir. Á þeim fjórum dögum sem fréttateymi Stöðvar tvö var fyrir vestan var tveimur flugum aflýst vegna ófærðar. Í maí. „Þetta getur auðvitað skapað vandræði en það er sjúkraflug en hér eru öflugir flugmenn og höfum þurft að fá þyrlu en þetta hefur sloppið til en er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ.
Kosningar 2018 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira