Fótbolti

Messi verður markakóngur Evrópu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi fagnar einu af mörkum sínum í vetur.
Messi fagnar einu af mörkum sínum í vetur. vísir/getty
Mohamed Salah hefur safnað bikurum með frammistöðu sinni í vetur en hann fær ekki gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu.

Þau verðlaun falla í skaut Lionel Messi, leikmanns Barcelona, sem er búinn að skora 34 deildarmörk í vetur og á enn eftir að spila einn leik til viðbótar.

Salah bætti markametið á Englandi með því að skora 32 mörk en það dugar ekki til þess að skáka Messi sem enn eina ferðina er sá markahæsti í evrópska boltanum.

Harry Kane er í þriðja sæti með 30 mörk og þar á eftir koma Robert Lewandowski og Ciro Immobile með 29 mörk. Mauro Icardi og Edinson Cavani hafa svo skorað 28 mörk.

Bæði Immobile og Cavani eiga eftir að spila einn leiks eins og Messi en þeir ná varla argentínska prinsinum úr þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×