Fótbolti

Fyrirliði Perú ekki með á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guerrero verður ekki með Perú á HM
Guerrero verður ekki með Perú á HM vísir/getty
Perú verður án fyrirliða síns á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar eftir að hann var dæmdur til þess að sitja keppnisbann vegna lyfjamisnotkunnar.

Paolo Guerrero féll á lyfjaprófi í október eftir leik í undankeppni HM gegn Argentínu. Fyrir það fékk hann sex mánaða bann sem rann út nú í maímánuði. Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin lagði hins vegar til að það bann yrði framlengt og samþykkti Íþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport) það í dag.

Bann Guerrero er nú til fjórtán mánaða og má hann ekki taka þátt í fótboltaleikjum fyrr en í janúar á næsta ári.

Hinn 34 ára Guerrero spilar með brasilíska liðinu Flamengo og hann var farinn að undirbúa sig fyrir að leiða lið Perú út á völlinn á heimsmeistaramóti í fyrsta skipti síðan 1982.

Efnið benzoylecgonine fannst í blóði Guerrero, en það er skylt kókaíni. Lögfræðingar leikmannsinsmótmæltu dómnum með því að efnið hafi ekki aukið frammistöðu Guerrero og hann hafi óvart innbyrt það með tedrykku.

Þau mótmæli voru ekki nóg til þess að koma í veg fyrir dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×