Erlent

Leikkonan Margot Kidder er látin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margot Kidder var 69 ára þegar hún lést.
Margot Kidder var 69 ára þegar hún lést. Vísir/Getty
Bandaríska leikkonan Margot Kidder, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Lois Lane í Superman-kvikmyndum áttunda og níunda áratugarins, er látin, að því er fram kemur í frétt TMZ. Kidder var 69 ára.

TMZ hefur eftir talsmanni útfararstofu í bænum Livingston í Montana, þar sem Kidder var búsett, að hún hafi látist á heimili sínu. Dánarorsök er enn ókunn.

Eins og áður hefur komið fram er Kidder þekktust fyrir hlutverk sitt sem blaðakonan Lois Lane í fjórum Superman-kvikmyndum: Superman, Superman II, Superman III og Superman IV: The Quest for Peace.

Kidder glímdi alla ævi við geðhvörf og bjó á götunni þegar glíman við sjúkdóminn stóð sem hæst. Hún varð síðar ötull talsmaður fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá atriði úr kvikmyndinni Superman sem kom út árið 1978. Bandaríski leikarinn Christopher Reeve, sem lést árið 2004, fór með hlutverk Superman.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.