Húsnæðismálin og uppbygging atvinnulífs brenna á Bolvíkingum Birgir Olgeirsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 23:00 Húsnæðismálin og uppbygging atvinnulífs eru þau mál sem brenna á Bolvíkingum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Þriðja framboðið hefur lagt fram lista sem leggur áherslu á íbúalýðræði en lengi vel voru eingöngu tvö framboð í bænum. Þriðja framboðið kemur frá Framlagi, nýju afli sem vill færa völdin til fólksins og leggja niður flokkakerfið í bænum. „Gera bara fólki grein fyrir að það á bæinn. Í fjölskyldu þar sem allir koma að málum og það getum við auðveldlega. Þetta er lítill bær og það er auðvelt að byrja á nýjum vettvangi í bæ eins og þessum,“ segir Jón Hafþór Marteinsson oddviti Framlags. Íbúalýðræði er í raun eina málefni flokksins en ýmis önnur mál brenna á Bolvíkingum. „Já, okkur veitir ekkert af fleiri störfum,“ segir Sigmundur Bjargþór Þorkelsson íbúi í Bolungarvík. „Ég er ekki að fara að kjósa í þessu sveitarfélagi af því að ég hef ekki getað fært lögheimilið. Hef ekki getað keypt húsnæði,“ segir Erla Kristinsdóttir. „Ég myndi segja gott íþróttastarf. Við vorum einmitt að ræða það núna að það vantar meira sem ekki vilja vera í fótbolta eða svoleiðis,“ segir Sólveig Sigurðardóttir.Vilja hækka styrki til íþrótta Sjálfstæðismenn og óháðir hafa haldið í stjórnartaumana síðustu ár. Að laða fleiri fjölskyldur í bæinn eru meðal kosningamála. Fyrsta skrefið var tekið á síðasta kjörtímabili þegar námsgögn í skóla urðu gjaldfrjáls. „Við viljum stíga fleiri skref í þessa átt, til dæmis með því að lækka verulega útgjöld vegna skólamáltíða og svo ætlum við að hækka svokölluð frístundakort vegna íþrótta og tómstunda barna upp í 40 þúsund krónur á ári,“ segir Baldur Smári Einarsson oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Bolungarvík. Þriðja framboðið, Máttur manna og meyja, stendur fyrir gagnsæja stjórnsýslu og íbúafundi. Þau vilja efla atvinnulífið og treysta ekki eingöngu á laxeldi. „Eins mikið og við viljum fá laxinn þá verðum við að horfa á að það verður að vera meira í boði. Við þurfum að hafa fleiri bolta á lofti. Hvað ef það kemur síðan enginn lax?“ segir Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir oddviti Máttar manna og meyja í Bolungarvík. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Húsnæðismálin og uppbygging atvinnulífs eru þau mál sem brenna á Bolvíkingum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Þriðja framboðið hefur lagt fram lista sem leggur áherslu á íbúalýðræði en lengi vel voru eingöngu tvö framboð í bænum. Þriðja framboðið kemur frá Framlagi, nýju afli sem vill færa völdin til fólksins og leggja niður flokkakerfið í bænum. „Gera bara fólki grein fyrir að það á bæinn. Í fjölskyldu þar sem allir koma að málum og það getum við auðveldlega. Þetta er lítill bær og það er auðvelt að byrja á nýjum vettvangi í bæ eins og þessum,“ segir Jón Hafþór Marteinsson oddviti Framlags. Íbúalýðræði er í raun eina málefni flokksins en ýmis önnur mál brenna á Bolvíkingum. „Já, okkur veitir ekkert af fleiri störfum,“ segir Sigmundur Bjargþór Þorkelsson íbúi í Bolungarvík. „Ég er ekki að fara að kjósa í þessu sveitarfélagi af því að ég hef ekki getað fært lögheimilið. Hef ekki getað keypt húsnæði,“ segir Erla Kristinsdóttir. „Ég myndi segja gott íþróttastarf. Við vorum einmitt að ræða það núna að það vantar meira sem ekki vilja vera í fótbolta eða svoleiðis,“ segir Sólveig Sigurðardóttir.Vilja hækka styrki til íþrótta Sjálfstæðismenn og óháðir hafa haldið í stjórnartaumana síðustu ár. Að laða fleiri fjölskyldur í bæinn eru meðal kosningamála. Fyrsta skrefið var tekið á síðasta kjörtímabili þegar námsgögn í skóla urðu gjaldfrjáls. „Við viljum stíga fleiri skref í þessa átt, til dæmis með því að lækka verulega útgjöld vegna skólamáltíða og svo ætlum við að hækka svokölluð frístundakort vegna íþrótta og tómstunda barna upp í 40 þúsund krónur á ári,“ segir Baldur Smári Einarsson oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Bolungarvík. Þriðja framboðið, Máttur manna og meyja, stendur fyrir gagnsæja stjórnsýslu og íbúafundi. Þau vilja efla atvinnulífið og treysta ekki eingöngu á laxeldi. „Eins mikið og við viljum fá laxinn þá verðum við að horfa á að það verður að vera meira í boði. Við þurfum að hafa fleiri bolta á lofti. Hvað ef það kemur síðan enginn lax?“ segir Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir oddviti Máttar manna og meyja í Bolungarvík.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira