Fundu flak dráttarbáts á Faxaflóa sem hafði legið á hafsbotni í 74 ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2018 18:17 Byssa framan á bátnum. Landhelgisgæslan Flak breska dráttarbátsins Empire Wold sem fórst með allt að 17 mönnum í nóvember 1944 fannst nýverið á innanverðum Faxaflóa. Íslenskum aðstandendum eins skipverjans hefur verið tilkynnt um fundinn og breska sendiráðinu gert viðvart. „Í lok apríl var varðskipið Þór við sjómælingar þar sem dýpi var mælt með fjölgeisladýptarmæli skipsins. Á innanverðum Faxaflóa urðu skipverjar og sjómælingamenn um borð í varðskipinu Þór varir við þúst á hafsbotni sem vakti sérstaka athygli og var talið mögulegt að um skipsflak væri að ræða. Ekki var vitneskja um skipsflak á þessum slóðum og því ákvað Landhelgisgæslan að kanna málið betur. Sjómælingabáturinn Baldur var sendur út til rannsókna með fjölgeisladýptarmæli en einnig var hafður með í för sjálfstýrður kafbátur frá Teledyne Gavia sem skannaði þústina með hliðarhljóðsjá. Gögn frá mælingum Baldurs og Gavia staðfestu að um flak væri að ræða,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.Mynd/LandhelgisgæslanÞar sem ekki var unnt að staðfesta hvaða skip ætti í hlut fór Baldur í annan leiðangur með neðansjávarmyndavél Árna Kópssonar. Með gögnum úr þeim leiðangri var hægt að staðfesta að flakið væri af breska dráttarbátnum Empire Wold sem fórst í innanverðum Faxaflóa í nóvember 1944 og með honum allt að 17 menn. „Örlög dráttarbátsins Empire Wold tengjast hildarleiknum þegar flutningaskipinu Goðafossi og tankskipinu Shirvan var sökkt af þýskum kafbáti við Garðskaga þann 10. nóvember 1944. Saga Goðafoss og Shirvan er vel þekkt en færri hafa heyrt um dráttarbátinn sem sendur var frá Reykjavík til að reyna að bjarga tankskipinu. Shirvan hélst nokkuð lengi á floti þrátt fyrir skemmdir eftir tundurskeytið og rak logandi undan veðri og vindum.“ Talið er að um borð í Empire Wold hafi verið níu manna áhöfn og átta bandarískir sjóliðar. Empire Wold hélt út frá Reykjavík um klukkan þrjú síðdegis þann 10. nóvember 1944 og sigldi til vesturs í átt að Shirvan. Síðan þá hefur ekkert spurst til skipsins fyrr en nú, 74 árum síðar.Vélartoppur bátsins.Mynd/LandhelgisgæslanÝmsar getgátur hafa verið uppi um hugsanleg örlög Empire Wold, meðal annars þær að skipinu kynni að hafa verið sökkt af kafbáti eða að það hefði siglt á tundurdufl. Ekkert kom hins vegar fram í gögnum Þjóðverja um að kafbátur hafi sökkt dráttarbáti við Ísland og var því seinna farið að horfa til þess hvort veður og sjólag kynnu að hafa grandað Empire Wold. „Eftir rannsóknir Landhelgisgæslunnar á flakinu bendir ekkert til þess að skipið hafi sokkið af völdum tundurdufls eða tundurskeytis. Ekki er því hægt að skera úr um orsök þess að Empire Wold fórst í Faxaflóa.“Stýrisvélin.Mynd/LandhelgisgæslanÁsgeir Erlendsson nýr upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að fundur flaks Empire Wold hafi verið tilkynntur til breska sendiráðsins og einnig til íslenskra aðstandenda eins skipverjans en 2. vélstjóri dráttarbátsins var kvæntur íslenskri konu og áttu þau níu mánaða gamla dóttur þegar slysið varð. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Flak breska dráttarbátsins Empire Wold sem fórst með allt að 17 mönnum í nóvember 1944 fannst nýverið á innanverðum Faxaflóa. Íslenskum aðstandendum eins skipverjans hefur verið tilkynnt um fundinn og breska sendiráðinu gert viðvart. „Í lok apríl var varðskipið Þór við sjómælingar þar sem dýpi var mælt með fjölgeisladýptarmæli skipsins. Á innanverðum Faxaflóa urðu skipverjar og sjómælingamenn um borð í varðskipinu Þór varir við þúst á hafsbotni sem vakti sérstaka athygli og var talið mögulegt að um skipsflak væri að ræða. Ekki var vitneskja um skipsflak á þessum slóðum og því ákvað Landhelgisgæslan að kanna málið betur. Sjómælingabáturinn Baldur var sendur út til rannsókna með fjölgeisladýptarmæli en einnig var hafður með í för sjálfstýrður kafbátur frá Teledyne Gavia sem skannaði þústina með hliðarhljóðsjá. Gögn frá mælingum Baldurs og Gavia staðfestu að um flak væri að ræða,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.Mynd/LandhelgisgæslanÞar sem ekki var unnt að staðfesta hvaða skip ætti í hlut fór Baldur í annan leiðangur með neðansjávarmyndavél Árna Kópssonar. Með gögnum úr þeim leiðangri var hægt að staðfesta að flakið væri af breska dráttarbátnum Empire Wold sem fórst í innanverðum Faxaflóa í nóvember 1944 og með honum allt að 17 menn. „Örlög dráttarbátsins Empire Wold tengjast hildarleiknum þegar flutningaskipinu Goðafossi og tankskipinu Shirvan var sökkt af þýskum kafbáti við Garðskaga þann 10. nóvember 1944. Saga Goðafoss og Shirvan er vel þekkt en færri hafa heyrt um dráttarbátinn sem sendur var frá Reykjavík til að reyna að bjarga tankskipinu. Shirvan hélst nokkuð lengi á floti þrátt fyrir skemmdir eftir tundurskeytið og rak logandi undan veðri og vindum.“ Talið er að um borð í Empire Wold hafi verið níu manna áhöfn og átta bandarískir sjóliðar. Empire Wold hélt út frá Reykjavík um klukkan þrjú síðdegis þann 10. nóvember 1944 og sigldi til vesturs í átt að Shirvan. Síðan þá hefur ekkert spurst til skipsins fyrr en nú, 74 árum síðar.Vélartoppur bátsins.Mynd/LandhelgisgæslanÝmsar getgátur hafa verið uppi um hugsanleg örlög Empire Wold, meðal annars þær að skipinu kynni að hafa verið sökkt af kafbáti eða að það hefði siglt á tundurdufl. Ekkert kom hins vegar fram í gögnum Þjóðverja um að kafbátur hafi sökkt dráttarbáti við Ísland og var því seinna farið að horfa til þess hvort veður og sjólag kynnu að hafa grandað Empire Wold. „Eftir rannsóknir Landhelgisgæslunnar á flakinu bendir ekkert til þess að skipið hafi sokkið af völdum tundurdufls eða tundurskeytis. Ekki er því hægt að skera úr um orsök þess að Empire Wold fórst í Faxaflóa.“Stýrisvélin.Mynd/LandhelgisgæslanÁsgeir Erlendsson nýr upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að fundur flaks Empire Wold hafi verið tilkynntur til breska sendiráðsins og einnig til íslenskra aðstandenda eins skipverjans en 2. vélstjóri dráttarbátsins var kvæntur íslenskri konu og áttu þau níu mánaða gamla dóttur þegar slysið varð.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira