Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 15. maí 2018 20:30 Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist Elliði Vignisson ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Skjáskot/Stöð 2 Líkur eru á töluverðum breytingum í bæjarstjórn Vestmannaeyja að loknum kosningum. Titringur er í bæjarfélaginu og segir oddviti Eyjalistans kosningabaráttuna hingað til hafa einkennst af klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Mikil spenna er fyrir komandi bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum þar sem þrír listar eru í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meiri hluta í eyjum frá 2006 þegar Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri leiddi listann til sigurs með 73,2% atkvæða á móti 26,8% atkvæða Eyjalistans. Sú ákvörðun að stilla upp lista en ekki fara í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey, þar sem Íris Róbertsdóttir situr í oddvita sæti. Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl síðastliðinn mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 41,2% atkvæða á móti 25,4% atkvæða Eyjalistans. Nýja nýja framboðið mældist með 31,9% atkvæða. Oddviti Eyjalistans segir kosningabaráttuna hingað til hafa snúist um klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins. „Þær hafa gert það að ákveðnu marki svona hingað til. Það er svolítið sérstakt að sveitastjórnarkosningar snúist um þennan eða hinn arminn í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Njáll Ragnarsson. „Félagið er ekki stofnað sem klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki. Þetta er bæjarmálafélag og það er fólk úr öllum áttum með breiða skírskotun og við erum bara þarna til að gera þetta sveitarfélag betra og tilbúin til að leggja á okkur ýmislegt til að það geti gerst,“ segir íris Róbertsdóttir oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Lýðræðisleg stofnun „Nei, þetta hefur nú ekki ennþá farið illa með hann,“ svarar Elliði Vignisson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, aðspurður hvort málið hafi farið illa með Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisleg stofnun og ákvörðun um hvernig gengið er frá lista er gert á fundum.“ Elliði setti sjálfan sig í fimmta sæti á lista og er bæjarstjóraefni flokksins. Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist hann ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og ljóst að ákvörðun flokksins um prófkjörsleiðina mun hafa afleiðingar. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Líkur eru á töluverðum breytingum í bæjarstjórn Vestmannaeyja að loknum kosningum. Titringur er í bæjarfélaginu og segir oddviti Eyjalistans kosningabaráttuna hingað til hafa einkennst af klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Mikil spenna er fyrir komandi bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum þar sem þrír listar eru í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meiri hluta í eyjum frá 2006 þegar Elliði Vignisson, núverandi bæjarstjóri leiddi listann til sigurs með 73,2% atkvæða á móti 26,8% atkvæða Eyjalistans. Sú ákvörðun að stilla upp lista en ekki fara í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey, þar sem Íris Róbertsdóttir situr í oddvita sæti. Í könnun Fréttablaðsins 24. apríl síðastliðinn mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 41,2% atkvæða á móti 25,4% atkvæða Eyjalistans. Nýja nýja framboðið mældist með 31,9% atkvæða. Oddviti Eyjalistans segir kosningabaráttuna hingað til hafa snúist um klofninginn innan Sjálfstæðisflokksins. „Þær hafa gert það að ákveðnu marki svona hingað til. Það er svolítið sérstakt að sveitastjórnarkosningar snúist um þennan eða hinn arminn í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Njáll Ragnarsson. „Félagið er ekki stofnað sem klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokki. Þetta er bæjarmálafélag og það er fólk úr öllum áttum með breiða skírskotun og við erum bara þarna til að gera þetta sveitarfélag betra og tilbúin til að leggja á okkur ýmislegt til að það geti gerst,“ segir íris Róbertsdóttir oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Lýðræðisleg stofnun „Nei, þetta hefur nú ekki ennþá farið illa með hann,“ svarar Elliði Vignisson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, aðspurður hvort málið hafi farið illa með Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisleg stofnun og ákvörðun um hvernig gengið er frá lista er gert á fundum.“ Elliði setti sjálfan sig í fimmta sæti á lista og er bæjarstjóraefni flokksins. Miðað við skoðunarkönnun Fréttablaðsins í lok apríl mælist hann ekki inni í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og ljóst að ákvörðun flokksins um prófkjörsleiðina mun hafa afleiðingar.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30