Fótbolti

Allt bilaðist á heimili Fagners þegar að hann var valinn í landsliðið | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fagner kátur með konunni.
Fagner kátur með konunni.

Fagner Lemos, 28 ára gamall leikmaður Corinthians í brasilísku úrvalsdeildinni, var óvænt valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum og þá ætlaði allt um koll að keyra á heimili hans.

Fagner beið spenntur við sjónvarpið ásamt eiginkonu sinni og allri fjölskyldunni er hópurinn var kynntur í beinni útsendingu og trylltist allt þegar að nafn hans var lesið upp.

Þessi viðbrögð eru eðlileg þar sem að Fagner var ekki beint líklegur til að vera í hópnum miðað við aldur og fyrri störf. Hann var fyrst valinn í hópinn í janúar á síðasta ári, 27 ára gamall, og hefur spilað fjóra landsleiki.

Fagner er hægri bakvörður og dettur inn í hópinn vegna meiðsla Dani Alves en þessi öflugi varnarmaður hefur spilað með Corinthians í heimalandinu frá 2014 eftir stutta lánsdvöl hjá Wolfsburg í Þýskalandi.

Viðbrögð Fagners og fjölskyldu má sjá í myndböndunum hér að neðan.

A post shared by Fagner Lemos (@fagneroficial23) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.