Fótbolti

Komst ekki á HM en skellir sér í frí með stuðningsmönnunum í staðinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jack Wilshere átti lítið í Aron Einar Gunnarsson á EM 2016.
Jack Wilshere átti lítið í Aron Einar Gunnarsson á EM 2016. Vísir/Getty
Jack Wilshere fer ekki á HM í Rússlandi en Vísir greindi frá því í morgun að hann yrði ekki í landsliðshópi Englands. Hann fær því gott sumarfrí áður en hann mætir aftur til leiks í ensku úrvalsdeildinni.

Enskur stuðningsmaður sló á létta strengi á Twitter í dag og spurði Wilshere hvort hann vildi fara með sér og félögunum í frí á grísku eyjunni Zante þar sem hann sé ekki á leið á HM.

Wilshere ákvað að taka þátt í gríninu og svaraði stuðningsmanninum með því að biðja um dagsetningar, hann væri til.





Það að vera ekki valinn hefur líklega verið ákveðið áfall fyrir Wilshere sem hefur verið að spila vel með Arsenal að undanförnu. Hann hefur hins vegar verið mikið meiddur í gegnum tíðina og segja enskir fjölmiðlar að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, hafi einfaldlega ekki viljað taka áhættuna á að hafa Wilshere með.

England hefur leik á mótnu gegn Túnis þann 18. júní í Volgograd en Belgía og Panama eru einnig í riðli með Englendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×