Fótbolti

Leikir Íslands á risaskjá í Hljómskálagarðinum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Frá EM-torginu á Ingólfstorgi sumarið 2016
Frá EM-torginu á Ingólfstorgi sumarið 2016 Vísir/EYþór

Allir leikir Íslands í riðlakeppni HM verða sýndir á stórum skjá í beinni útsendingu í Hljómskálagarðinum í sumar líkt og var gert á Ingólfstorgi í kringum EM kvenna og karla síðustu ár.

Ingólfstorg verður þó ekki yfirgefið því allir leikir keppninnar verða sýndir þar. Þetta var kynnt á blaðamannafundi í Hljómskálanum í dag.

Síðustu leikir Íslands voru fluttir á Arnarhól fyrir tveimur árum en ákveðið var að Hljómskálagarðurinn hentaði betur í þetta verkefni.

„Knattspyrnuhátíðin í miðborginni heldur áfram þetta sumarið og nú tekur HM-torgið við af EM-torgum síðustu ára. Það er auðvitað mikið gleðiefni að við séum í þeirri stöðu á hverju ári að bjóða til annarrar eins knattspyrnuveislu. Samstarf KSÍ, Reykjavíkurborgar og bakhjarla KSÍ hefur verið öflugt og reynsla síðustu ára mun gera okkur kleift að gera enn betur í sumar,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var einnig viðstaddur fundinn og tók undir orð Guðna.

„Reykjavíkurborg býður alla velkomna að fylgjast með leikjunum og upplifa einstaka stemningu í fallegu umhverfi og góðri aðstöðu. HM er risaviðburður og við erum stolt af því að geta boðið öllum landsmönnum jafnt sem erlendum gestum upp á þennan möguleika.“

Ísland hefur leik á HM gegn Argentínu þann 16. júní, gegn Nígeríu 22. júní og lokaleikurinn í riðlinum verður 26. júní. Fari Ísland upp úr riðlinum stendur til að þeir leikir verði einnig í Hljómskálagarðinum.

Skipulagning svæðisins í Hljómskálagarðinum mynd/ksí


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.