Innlent

Kona á miðjum aldri lést í slysinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slysið varð á Suðurlandsvegi á þriðja tímanum í dag.
Slysið varð á Suðurlandsvegi á þriðja tímanum í dag. Vísir

Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu sem varð Suðurlandsvegi í dag. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, en áður hafði komið fram að hin látna væri Íslendingur.

Sjá einnig: Íslendingur lést í slysinu á Suðurlandsvegi

Konan var ein í bílnum þegar slysið varð. Í hinum bílnum voru þrír erlendir ferðamenn, allir karlmenn á miðjum aldri, en þeir eru enn á sjúkrahúsi. Sveinn segir tvo þeirra nokkuð mikið slasaða en þann þriðja eitthvað minna. Þá hyggst lögregla ekki upplýsa um það fyrr en á morgun í samráði við viðeigandi sendiráð hvert þjóðerni mannanna er.

Rannsókn á slysinu stendur enn yfir og ekki fengust frekari upplýsingar um tildrög þess. Sveinn segir þó aðstæður og færð á vettvangi hafa verið ágætar og allir í bílunum tveimur hafi jafnframt verið í belti.

Slysið varð á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi á þriðja tímanum í dag. Suðurlandsvegi var í kjölfarið lokað vegna slyssins en hann var svo opnaður á ný um klukkan 20 í kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.