Innlent

Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs umferðarslyss

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi eru að störfum á vettvangi.
Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi eru að störfum á vettvangi. Vísir/Magnús Hlynur

Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi skammt vestan við Markarfljót á þriðja tímanum í dag. Um var að ræða árekstur tveggja bíla en viðbragðsaðilar vinna nú á vettvangi.  Búið er að loka Suðurlandsvegi skammt vestan við Markarfljót en hjáleið er um Bakkaveg og Landeyjarhafnarveg.

Viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi en ekki hafa fengist upplýsingar um slys á fólki þegar þetta er ritað. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð á vettvang.

Þrír voru í öðrum bílnum og einn í hinum. Að minnsta kosti einn er alvarlega slasaður að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. 

Fréttin hefur verið uppfærðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.