Fótbolti

Aron Einar farinn að hjóla | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar á hjólinu í Katar.
Aron Einar á hjólinu í Katar. instagram
Endurhæfing landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar virðist ganga vel en hann er staddur í Katar þessa dagana.

Þar er Aron Einar hjá Aspetar meðferðarstöðinni sem meðhöndlar meiðsli íþróttamanna. Þar starfar meðal annars Jónas Grani Garðarsson sem raðaði inn mörkum fyrir FH á sínum tíma.

Landsliðsfyrirliðinn birti myndband af sér frá Katar í gær þar sem hann sést hjóla. Aron segir við færsluna að hann sé að ná framförum hægt og rólega. Það gleður íslensku þjóðina.

Vonandi heldur Aron áfram að braggast og verður klár í fyrsta leik á HM þann 16. júní næstkomandi.



 
Low oxygen/high altitude cycling today! Making progress slowly but surely

A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on May 16, 2018 at 9:40am PDT




Fleiri fréttir

Sjá meira


×