Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2018 15:34 Elliði Vignisson er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Vísir Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, ætlar að segja upp störfum verði Elliði Vignisson ekki áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að loknum kosningum.Rut Haraldsdóttir.Töluverð spenna er í Eyjum fyrir kosningarnar 26. maí en Elliði ákvað að vera í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna, baráttusæti fyrir hreinum meirihluta. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Eyjafréttir fengu veður af því að Rut hygðist ekki halda áfram störfum yrðu breytingar á bæjarstjórninni og báru það undir hana. „Ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri,“ sagði Rut við Eyjafréttir. Hún hafi kunnað að meta samstarfið við núverandi meirihluta en komi til breytinga lítist henni ekki á nýjar áherslur og breytta stjórnunarhætti sem því geti fylgt. Ákvörðun Rutar hefur vakið töluverða athygli í Eyjum. Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem verið hefur í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjum, er hneykslaður á ákvörðun Rutar.Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.vísir/stefánBegga blöskrar „Af hverju ættu kjósendur í eyjum að kjósa eftir því hvort núverandi fjármálastjóri veybæjar Rut Haraldsdóttir ætli að hætta sem fjármálastjóri ef núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson heldur ekki áfram sem bæjarstjóri. Þvílíkur hræðsluáróður,“ segir Beggi. Að hans mati eigi málefni og frambjóðendur að ráða atkvæðum en ekki embættismennirnir.Í könnun Fréttablaðsins í lok apríl fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Kosningar 2018 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, ætlar að segja upp störfum verði Elliði Vignisson ekki áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að loknum kosningum.Rut Haraldsdóttir.Töluverð spenna er í Eyjum fyrir kosningarnar 26. maí en Elliði ákvað að vera í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna, baráttusæti fyrir hreinum meirihluta. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Eyjafréttir fengu veður af því að Rut hygðist ekki halda áfram störfum yrðu breytingar á bæjarstjórninni og báru það undir hana. „Ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri,“ sagði Rut við Eyjafréttir. Hún hafi kunnað að meta samstarfið við núverandi meirihluta en komi til breytinga lítist henni ekki á nýjar áherslur og breytta stjórnunarhætti sem því geti fylgt. Ákvörðun Rutar hefur vakið töluverða athygli í Eyjum. Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem verið hefur í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjum, er hneykslaður á ákvörðun Rutar.Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.vísir/stefánBegga blöskrar „Af hverju ættu kjósendur í eyjum að kjósa eftir því hvort núverandi fjármálastjóri veybæjar Rut Haraldsdóttir ætli að hætta sem fjármálastjóri ef núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson heldur ekki áfram sem bæjarstjóri. Þvílíkur hræðsluáróður,“ segir Beggi. Að hans mati eigi málefni og frambjóðendur að ráða atkvæðum en ekki embættismennirnir.Í könnun Fréttablaðsins í lok apríl fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum.
Kosningar 2018 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira