Deila um nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2018 21:00 Deilt er um íþróttaaðstöðu og nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Minnihlutinn gagnrýnir tug milljóna króna hönnunarsamkeppni sem muni að öllum líkindum ekki nýtast. Meirihlutinn vill leggja ákvörðunina undir íbúana. Fyrir utan hagsmunagæslu Ísafjarðarbæjar þegar kemur að laxeldi, raforku og samgöngum þá má segja að heitasta málið fyrir sveitastjórnarkosningarnar sé sundlaugin. Ísfirðingar vilja stærri sundlaug, deilt er um hvort byggja eigi við gömlu sundlaugina hér í hjarta miðbæjarins eða byggja nýja sundlaug hér á Torfnesi þar sem öll önnu íþróttaaðstaða er.Daníel Jakobsson.Vísir/EgillOddviti Sjálfstæðismanna gagnrýnir almennt framkvæmdaleysi meirihlutans síðustu fjögur ár þrátt fyrir auknar tekjur. Plön hafi legið fyrir að byggja upp íþróttahús og sundlaug á nýju svæði. „Núverandi meirihluti ákvað að fara í 20-30 milljón króna könnun um hvernig væri hægt að endurbæta núverandi sundlaug. Það var aldrei vilji fyrir því verkefnim,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Framsóknarmenn eru sammála. „Ég held að menn séu komnir í ógöngur með þetta. Við viljum fara á Torfunes og skipuleggja svæðið þar heildstætt,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ. 25 milljónir fóru í hönnunarsamkeppni á gömlu lauginni og var sigurtillagan lögð fyrir íbúana.Arna Lára Jónsdóttir.Vísir/Egill„Hvað viljum við gera með þetta? Viljum við vinna með þessa gömlu laug eða bíða lengur og gera alvöru laug. Eða þriðja leiðin, gera samstarf við ágætu nágranna í Bolungarvík og byggja laug með þeim. Um þetta erum við að spyrja í skoðunarkönnun og við hljótum að taka mark á því sem íbúar segja,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Arna Lára segir tekjur bæjarfélagsins vissulega hafa aukist og loks sé bæjarbúum að fjölga en margt varðandi grunnþjónustu hafi setið á hakanum síðasta áratuginn „Af því eins og ég sagði áðan erum við með rosalega mörg stór verkefni framundan og við þurfum að forgangsraða fjármagni.“ Ísafjarðarbær Kosningar 2018 Sundlaugar Tengdar fréttir Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Deilt er um íþróttaaðstöðu og nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Minnihlutinn gagnrýnir tug milljóna króna hönnunarsamkeppni sem muni að öllum líkindum ekki nýtast. Meirihlutinn vill leggja ákvörðunina undir íbúana. Fyrir utan hagsmunagæslu Ísafjarðarbæjar þegar kemur að laxeldi, raforku og samgöngum þá má segja að heitasta málið fyrir sveitastjórnarkosningarnar sé sundlaugin. Ísfirðingar vilja stærri sundlaug, deilt er um hvort byggja eigi við gömlu sundlaugina hér í hjarta miðbæjarins eða byggja nýja sundlaug hér á Torfnesi þar sem öll önnu íþróttaaðstaða er.Daníel Jakobsson.Vísir/EgillOddviti Sjálfstæðismanna gagnrýnir almennt framkvæmdaleysi meirihlutans síðustu fjögur ár þrátt fyrir auknar tekjur. Plön hafi legið fyrir að byggja upp íþróttahús og sundlaug á nýju svæði. „Núverandi meirihluti ákvað að fara í 20-30 milljón króna könnun um hvernig væri hægt að endurbæta núverandi sundlaug. Það var aldrei vilji fyrir því verkefnim,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Framsóknarmenn eru sammála. „Ég held að menn séu komnir í ógöngur með þetta. Við viljum fara á Torfunes og skipuleggja svæðið þar heildstætt,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ. 25 milljónir fóru í hönnunarsamkeppni á gömlu lauginni og var sigurtillagan lögð fyrir íbúana.Arna Lára Jónsdóttir.Vísir/Egill„Hvað viljum við gera með þetta? Viljum við vinna með þessa gömlu laug eða bíða lengur og gera alvöru laug. Eða þriðja leiðin, gera samstarf við ágætu nágranna í Bolungarvík og byggja laug með þeim. Um þetta erum við að spyrja í skoðunarkönnun og við hljótum að taka mark á því sem íbúar segja,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Arna Lára segir tekjur bæjarfélagsins vissulega hafa aukist og loks sé bæjarbúum að fjölga en margt varðandi grunnþjónustu hafi setið á hakanum síðasta áratuginn „Af því eins og ég sagði áðan erum við með rosalega mörg stór verkefni framundan og við þurfum að forgangsraða fjármagni.“
Ísafjarðarbær Kosningar 2018 Sundlaugar Tengdar fréttir Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00