Tæpir fjörutíu milljarðar skildir eftir heima Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2018 14:15 Benzema gæti hafa klæðst frönsku landsliðstreyjunni í síððasta skipti vísir/getty Frakkar hafa valið lokahóp sinn fyrir HM en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, valdi sinn 23 manna hóp í gær. Mörg stór nöfn fá ekki að fara með til Rússlands, eins og Anthony Martial og Alexandre Lacazette. Enska blaðið Daily Mail tók saman byrjunarlið sterkra manna sem ekki fá að fara til Rússlands og er virði þess liðs tæpir fjörtíu milljarðar íslenskra króna, eða 280 milljón pund. Varnarmaður Manchester City, Aymeric Laporte, er einn þeirra sem var skilinn eftir. Hann kostaði City 57 milljónir punda í janúar og er dýrasti leikmaður í heimi sem ekki á einn landsleik að baki. Með honum í vörninni eru Mamadou Sakho, Lucas Digne og Mathieu Debuchy sem hefur verið úti í kuldanum hjá Arsenal. Þrefaldur Þýskalandsmeistari Kingsley Coman fékk ekki náðir undir augum Deschamps líkt og Alexandre Lacazette sem endaði tímabilið með Arsenal á fimm mörkum í sex leikjum. Þeir eru á miðjunni með Adrien Rabiot og Dimitri Payet. Þar er líka vængmaður Manchester United, Anthony Martial, sem kostaði 54 milljónir punda. Martial hefur ekki átt sjö dagana sæla í Manchester að undanförnu og hefur ekki skorað né lagt upp síðan í febrúar. Í framlínunni er tvöfaldur Evrópumeistari sem getur bætt þeim þriðja í röð við í lok mánaðarins, framherji Real Madrid Karim Benzema. Það er þó talið að hann fái ekki að fara af HM af pólitískum ástæðum, ekki frammistöðu á fótboltavellinum. Benzema var talinn hafa átt hlut í að kúga fjár út úr liðsfélaganum Mathieu Valbuena, en hefur síðan verið hreinsaður af þeim grun. Þrátt fyrir það mun þetta mál líklegast koma í veg fyrir það að hann muni spila aftur fyrir Frakkland.280 milljón punda lið Daily Mailmynd/daily mail HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Frakkar hafa valið lokahóp sinn fyrir HM en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, valdi sinn 23 manna hóp í gær. Mörg stór nöfn fá ekki að fara með til Rússlands, eins og Anthony Martial og Alexandre Lacazette. Enska blaðið Daily Mail tók saman byrjunarlið sterkra manna sem ekki fá að fara til Rússlands og er virði þess liðs tæpir fjörtíu milljarðar íslenskra króna, eða 280 milljón pund. Varnarmaður Manchester City, Aymeric Laporte, er einn þeirra sem var skilinn eftir. Hann kostaði City 57 milljónir punda í janúar og er dýrasti leikmaður í heimi sem ekki á einn landsleik að baki. Með honum í vörninni eru Mamadou Sakho, Lucas Digne og Mathieu Debuchy sem hefur verið úti í kuldanum hjá Arsenal. Þrefaldur Þýskalandsmeistari Kingsley Coman fékk ekki náðir undir augum Deschamps líkt og Alexandre Lacazette sem endaði tímabilið með Arsenal á fimm mörkum í sex leikjum. Þeir eru á miðjunni með Adrien Rabiot og Dimitri Payet. Þar er líka vængmaður Manchester United, Anthony Martial, sem kostaði 54 milljónir punda. Martial hefur ekki átt sjö dagana sæla í Manchester að undanförnu og hefur ekki skorað né lagt upp síðan í febrúar. Í framlínunni er tvöfaldur Evrópumeistari sem getur bætt þeim þriðja í röð við í lok mánaðarins, framherji Real Madrid Karim Benzema. Það er þó talið að hann fái ekki að fara af HM af pólitískum ástæðum, ekki frammistöðu á fótboltavellinum. Benzema var talinn hafa átt hlut í að kúga fjár út úr liðsfélaganum Mathieu Valbuena, en hefur síðan verið hreinsaður af þeim grun. Þrátt fyrir það mun þetta mál líklegast koma í veg fyrir það að hann muni spila aftur fyrir Frakkland.280 milljón punda lið Daily Mailmynd/daily mail
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Segir að Karim Benzema hafi brugðist sér með því að vera tengiliður við aðila sem beittu hann fjárkúgun. 27. nóvember 2015 11:00