Lýsir yfir áhyggjum af því að rof verði á þjónustu við langveika Grétar Þór Sigurðsson skrifar 19. maí 2018 07:15 Landspítalinn sinnir sambærilegri þjónustu og Karitas undir nafninu Heimahlynning. Fréttablaðið/GVA Þjónustusamningur hjúkrunarþjónustunnar Karitas við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala verður ekki framlengdur og starfsemin verður færð undir Landspítala. Þetta var niðurstaða fundar sem eigendur Karitas áttu í heilbrigðisráðuneytinu í vikunni. Upphaflega var þjónustusamningurinn undirritaður árið 2009 en Karitas sinnir hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir fólk með langvinna sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Ástæða þess að þjónustusamningurinn verður ekki framlengdur er sú að Karitas sagði upp samningnum til að þrýsta á aukið fjármagn. „Þá tekur heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að færa starfsemina til Landspítalans. Hún segir að Landspítalinn geti tekið við þjónustunni og segir að ekki verði rof á þessari þjónustu við þennan sjúklingahóp,“ segir Berglind Víðisdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn eigenda Karitas.Berglind Víðisdóttir hjúkrunarfræðingur og einn eiganda Karitas.Sjálf hefur Berglind miklar áhyggjur af því að rof verði á þjónustunni. „Við erum ekkert fráhverfar því að þessi viðkvæma starfsemi eigi heima undir Landspítalanum, en við vitum að það tekur langan tíma að undirbúa það og skipuleggja. Við erum með hátt í 100 sjúklinga á hverjum tíma og þessi tilfærsla mun ekki gerast á nokkrum vikum.“ Berglind segir að eigendur Karitas hafi í einhvern tíma leitað eftir því að fjármagn til félagsins verði aukið. „Samningurinn er að mörgu leyti barn síns tíma. Það er margt í honum sem þyrfti að skoða og laga. Það hafa verið settar inn í samninginn auknar kröfur á okkur án þess að það hafi komið til mótframlag,“ segir hún um samninginn. „Við höfum komið með margar tillögur um hvernig hægt væri að vinna þetta á hagkvæmari og skilvirkari hátt. Þær tillögur hafa ekki náð fram að ganga,“ segir Berglind og nefnir sem dæmi tæknibreytingar sem orðið hafa á samningstímanum. Hún segir að margir af yngri skjólstæðingum félagsins mundu frekar vilja nýta sér tæknina í stað heimavitjana í einhverjum tilfellum og það gæti sparað mikla fjármuni. Samningurinn er þess eðlis að Karitas fær greitt fyrir hverja vitjun sem hjúkrunarfræðingar félagsins fara í. „Samt erum við með bakvakt allan sólarhringinn fyrir okkar sjúklinga en við höfum aldrei fengið greiddar bakvaktargreiðslur. Við áætlum að við höfum tekið á milli átta og níu þúsund símtöl yfir árið á þessum bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það,“ segir Berglind sem tekur fram að kostnaður ríkisins vegna samningsins nemi um 80 til 90 milljónum króna á ári. Að sögn Berglindar er sambærileg þjónusta á Landspítalanum sem nefnist Heimahlynning og sinnir svipuðum, ef ekki minni, fjölda sjúklinga og Karitas. Þrátt fyrir að þjónustan sé til staðar hefur Berglind áhyggjur af tilfærslunni, eins og áður segir. „Ég held að Landspítalinn hafi ekki burði til að sinna þessu eins og staðan er í dag. Við mundum vilja fá að heyra frá ráðuneytinu hvernig þau ætla að færa þjónustuna frá okkur til Landspítalans.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Þjónustusamningur hjúkrunarþjónustunnar Karitas við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala verður ekki framlengdur og starfsemin verður færð undir Landspítala. Þetta var niðurstaða fundar sem eigendur Karitas áttu í heilbrigðisráðuneytinu í vikunni. Upphaflega var þjónustusamningurinn undirritaður árið 2009 en Karitas sinnir hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir fólk með langvinna sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Ástæða þess að þjónustusamningurinn verður ekki framlengdur er sú að Karitas sagði upp samningnum til að þrýsta á aukið fjármagn. „Þá tekur heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að færa starfsemina til Landspítalans. Hún segir að Landspítalinn geti tekið við þjónustunni og segir að ekki verði rof á þessari þjónustu við þennan sjúklingahóp,“ segir Berglind Víðisdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn eigenda Karitas.Berglind Víðisdóttir hjúkrunarfræðingur og einn eiganda Karitas.Sjálf hefur Berglind miklar áhyggjur af því að rof verði á þjónustunni. „Við erum ekkert fráhverfar því að þessi viðkvæma starfsemi eigi heima undir Landspítalanum, en við vitum að það tekur langan tíma að undirbúa það og skipuleggja. Við erum með hátt í 100 sjúklinga á hverjum tíma og þessi tilfærsla mun ekki gerast á nokkrum vikum.“ Berglind segir að eigendur Karitas hafi í einhvern tíma leitað eftir því að fjármagn til félagsins verði aukið. „Samningurinn er að mörgu leyti barn síns tíma. Það er margt í honum sem þyrfti að skoða og laga. Það hafa verið settar inn í samninginn auknar kröfur á okkur án þess að það hafi komið til mótframlag,“ segir hún um samninginn. „Við höfum komið með margar tillögur um hvernig hægt væri að vinna þetta á hagkvæmari og skilvirkari hátt. Þær tillögur hafa ekki náð fram að ganga,“ segir Berglind og nefnir sem dæmi tæknibreytingar sem orðið hafa á samningstímanum. Hún segir að margir af yngri skjólstæðingum félagsins mundu frekar vilja nýta sér tæknina í stað heimavitjana í einhverjum tilfellum og það gæti sparað mikla fjármuni. Samningurinn er þess eðlis að Karitas fær greitt fyrir hverja vitjun sem hjúkrunarfræðingar félagsins fara í. „Samt erum við með bakvakt allan sólarhringinn fyrir okkar sjúklinga en við höfum aldrei fengið greiddar bakvaktargreiðslur. Við áætlum að við höfum tekið á milli átta og níu þúsund símtöl yfir árið á þessum bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það,“ segir Berglind sem tekur fram að kostnaður ríkisins vegna samningsins nemi um 80 til 90 milljónum króna á ári. Að sögn Berglindar er sambærileg þjónusta á Landspítalanum sem nefnist Heimahlynning og sinnir svipuðum, ef ekki minni, fjölda sjúklinga og Karitas. Þrátt fyrir að þjónustan sé til staðar hefur Berglind áhyggjur af tilfærslunni, eins og áður segir. „Ég held að Landspítalinn hafi ekki burði til að sinna þessu eins og staðan er í dag. Við mundum vilja fá að heyra frá ráðuneytinu hvernig þau ætla að færa þjónustuna frá okkur til Landspítalans.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira