Lýsir yfir áhyggjum af því að rof verði á þjónustu við langveika Grétar Þór Sigurðsson skrifar 19. maí 2018 07:15 Landspítalinn sinnir sambærilegri þjónustu og Karitas undir nafninu Heimahlynning. Fréttablaðið/GVA Þjónustusamningur hjúkrunarþjónustunnar Karitas við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala verður ekki framlengdur og starfsemin verður færð undir Landspítala. Þetta var niðurstaða fundar sem eigendur Karitas áttu í heilbrigðisráðuneytinu í vikunni. Upphaflega var þjónustusamningurinn undirritaður árið 2009 en Karitas sinnir hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir fólk með langvinna sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Ástæða þess að þjónustusamningurinn verður ekki framlengdur er sú að Karitas sagði upp samningnum til að þrýsta á aukið fjármagn. „Þá tekur heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að færa starfsemina til Landspítalans. Hún segir að Landspítalinn geti tekið við þjónustunni og segir að ekki verði rof á þessari þjónustu við þennan sjúklingahóp,“ segir Berglind Víðisdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn eigenda Karitas.Berglind Víðisdóttir hjúkrunarfræðingur og einn eiganda Karitas.Sjálf hefur Berglind miklar áhyggjur af því að rof verði á þjónustunni. „Við erum ekkert fráhverfar því að þessi viðkvæma starfsemi eigi heima undir Landspítalanum, en við vitum að það tekur langan tíma að undirbúa það og skipuleggja. Við erum með hátt í 100 sjúklinga á hverjum tíma og þessi tilfærsla mun ekki gerast á nokkrum vikum.“ Berglind segir að eigendur Karitas hafi í einhvern tíma leitað eftir því að fjármagn til félagsins verði aukið. „Samningurinn er að mörgu leyti barn síns tíma. Það er margt í honum sem þyrfti að skoða og laga. Það hafa verið settar inn í samninginn auknar kröfur á okkur án þess að það hafi komið til mótframlag,“ segir hún um samninginn. „Við höfum komið með margar tillögur um hvernig hægt væri að vinna þetta á hagkvæmari og skilvirkari hátt. Þær tillögur hafa ekki náð fram að ganga,“ segir Berglind og nefnir sem dæmi tæknibreytingar sem orðið hafa á samningstímanum. Hún segir að margir af yngri skjólstæðingum félagsins mundu frekar vilja nýta sér tæknina í stað heimavitjana í einhverjum tilfellum og það gæti sparað mikla fjármuni. Samningurinn er þess eðlis að Karitas fær greitt fyrir hverja vitjun sem hjúkrunarfræðingar félagsins fara í. „Samt erum við með bakvakt allan sólarhringinn fyrir okkar sjúklinga en við höfum aldrei fengið greiddar bakvaktargreiðslur. Við áætlum að við höfum tekið á milli átta og níu þúsund símtöl yfir árið á þessum bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það,“ segir Berglind sem tekur fram að kostnaður ríkisins vegna samningsins nemi um 80 til 90 milljónum króna á ári. Að sögn Berglindar er sambærileg þjónusta á Landspítalanum sem nefnist Heimahlynning og sinnir svipuðum, ef ekki minni, fjölda sjúklinga og Karitas. Þrátt fyrir að þjónustan sé til staðar hefur Berglind áhyggjur af tilfærslunni, eins og áður segir. „Ég held að Landspítalinn hafi ekki burði til að sinna þessu eins og staðan er í dag. Við mundum vilja fá að heyra frá ráðuneytinu hvernig þau ætla að færa þjónustuna frá okkur til Landspítalans.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Þjónustusamningur hjúkrunarþjónustunnar Karitas við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala verður ekki framlengdur og starfsemin verður færð undir Landspítala. Þetta var niðurstaða fundar sem eigendur Karitas áttu í heilbrigðisráðuneytinu í vikunni. Upphaflega var þjónustusamningurinn undirritaður árið 2009 en Karitas sinnir hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir fólk með langvinna sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Ástæða þess að þjónustusamningurinn verður ekki framlengdur er sú að Karitas sagði upp samningnum til að þrýsta á aukið fjármagn. „Þá tekur heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að færa starfsemina til Landspítalans. Hún segir að Landspítalinn geti tekið við þjónustunni og segir að ekki verði rof á þessari þjónustu við þennan sjúklingahóp,“ segir Berglind Víðisdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn eigenda Karitas.Berglind Víðisdóttir hjúkrunarfræðingur og einn eiganda Karitas.Sjálf hefur Berglind miklar áhyggjur af því að rof verði á þjónustunni. „Við erum ekkert fráhverfar því að þessi viðkvæma starfsemi eigi heima undir Landspítalanum, en við vitum að það tekur langan tíma að undirbúa það og skipuleggja. Við erum með hátt í 100 sjúklinga á hverjum tíma og þessi tilfærsla mun ekki gerast á nokkrum vikum.“ Berglind segir að eigendur Karitas hafi í einhvern tíma leitað eftir því að fjármagn til félagsins verði aukið. „Samningurinn er að mörgu leyti barn síns tíma. Það er margt í honum sem þyrfti að skoða og laga. Það hafa verið settar inn í samninginn auknar kröfur á okkur án þess að það hafi komið til mótframlag,“ segir hún um samninginn. „Við höfum komið með margar tillögur um hvernig hægt væri að vinna þetta á hagkvæmari og skilvirkari hátt. Þær tillögur hafa ekki náð fram að ganga,“ segir Berglind og nefnir sem dæmi tæknibreytingar sem orðið hafa á samningstímanum. Hún segir að margir af yngri skjólstæðingum félagsins mundu frekar vilja nýta sér tæknina í stað heimavitjana í einhverjum tilfellum og það gæti sparað mikla fjármuni. Samningurinn er þess eðlis að Karitas fær greitt fyrir hverja vitjun sem hjúkrunarfræðingar félagsins fara í. „Samt erum við með bakvakt allan sólarhringinn fyrir okkar sjúklinga en við höfum aldrei fengið greiddar bakvaktargreiðslur. Við áætlum að við höfum tekið á milli átta og níu þúsund símtöl yfir árið á þessum bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það,“ segir Berglind sem tekur fram að kostnaður ríkisins vegna samningsins nemi um 80 til 90 milljónum króna á ári. Að sögn Berglindar er sambærileg þjónusta á Landspítalanum sem nefnist Heimahlynning og sinnir svipuðum, ef ekki minni, fjölda sjúklinga og Karitas. Þrátt fyrir að þjónustan sé til staðar hefur Berglind áhyggjur af tilfærslunni, eins og áður segir. „Ég held að Landspítalinn hafi ekki burði til að sinna þessu eins og staðan er í dag. Við mundum vilja fá að heyra frá ráðuneytinu hvernig þau ætla að færa þjónustuna frá okkur til Landspítalans.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira