Lýsir yfir áhyggjum af því að rof verði á þjónustu við langveika Grétar Þór Sigurðsson skrifar 19. maí 2018 07:15 Landspítalinn sinnir sambærilegri þjónustu og Karitas undir nafninu Heimahlynning. Fréttablaðið/GVA Þjónustusamningur hjúkrunarþjónustunnar Karitas við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala verður ekki framlengdur og starfsemin verður færð undir Landspítala. Þetta var niðurstaða fundar sem eigendur Karitas áttu í heilbrigðisráðuneytinu í vikunni. Upphaflega var þjónustusamningurinn undirritaður árið 2009 en Karitas sinnir hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir fólk með langvinna sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Ástæða þess að þjónustusamningurinn verður ekki framlengdur er sú að Karitas sagði upp samningnum til að þrýsta á aukið fjármagn. „Þá tekur heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að færa starfsemina til Landspítalans. Hún segir að Landspítalinn geti tekið við þjónustunni og segir að ekki verði rof á þessari þjónustu við þennan sjúklingahóp,“ segir Berglind Víðisdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn eigenda Karitas.Berglind Víðisdóttir hjúkrunarfræðingur og einn eiganda Karitas.Sjálf hefur Berglind miklar áhyggjur af því að rof verði á þjónustunni. „Við erum ekkert fráhverfar því að þessi viðkvæma starfsemi eigi heima undir Landspítalanum, en við vitum að það tekur langan tíma að undirbúa það og skipuleggja. Við erum með hátt í 100 sjúklinga á hverjum tíma og þessi tilfærsla mun ekki gerast á nokkrum vikum.“ Berglind segir að eigendur Karitas hafi í einhvern tíma leitað eftir því að fjármagn til félagsins verði aukið. „Samningurinn er að mörgu leyti barn síns tíma. Það er margt í honum sem þyrfti að skoða og laga. Það hafa verið settar inn í samninginn auknar kröfur á okkur án þess að það hafi komið til mótframlag,“ segir hún um samninginn. „Við höfum komið með margar tillögur um hvernig hægt væri að vinna þetta á hagkvæmari og skilvirkari hátt. Þær tillögur hafa ekki náð fram að ganga,“ segir Berglind og nefnir sem dæmi tæknibreytingar sem orðið hafa á samningstímanum. Hún segir að margir af yngri skjólstæðingum félagsins mundu frekar vilja nýta sér tæknina í stað heimavitjana í einhverjum tilfellum og það gæti sparað mikla fjármuni. Samningurinn er þess eðlis að Karitas fær greitt fyrir hverja vitjun sem hjúkrunarfræðingar félagsins fara í. „Samt erum við með bakvakt allan sólarhringinn fyrir okkar sjúklinga en við höfum aldrei fengið greiddar bakvaktargreiðslur. Við áætlum að við höfum tekið á milli átta og níu þúsund símtöl yfir árið á þessum bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það,“ segir Berglind sem tekur fram að kostnaður ríkisins vegna samningsins nemi um 80 til 90 milljónum króna á ári. Að sögn Berglindar er sambærileg þjónusta á Landspítalanum sem nefnist Heimahlynning og sinnir svipuðum, ef ekki minni, fjölda sjúklinga og Karitas. Þrátt fyrir að þjónustan sé til staðar hefur Berglind áhyggjur af tilfærslunni, eins og áður segir. „Ég held að Landspítalinn hafi ekki burði til að sinna þessu eins og staðan er í dag. Við mundum vilja fá að heyra frá ráðuneytinu hvernig þau ætla að færa þjónustuna frá okkur til Landspítalans.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns. Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Þjónustusamningur hjúkrunarþjónustunnar Karitas við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala verður ekki framlengdur og starfsemin verður færð undir Landspítala. Þetta var niðurstaða fundar sem eigendur Karitas áttu í heilbrigðisráðuneytinu í vikunni. Upphaflega var þjónustusamningurinn undirritaður árið 2009 en Karitas sinnir hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir fólk með langvinna sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Ástæða þess að þjónustusamningurinn verður ekki framlengdur er sú að Karitas sagði upp samningnum til að þrýsta á aukið fjármagn. „Þá tekur heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að færa starfsemina til Landspítalans. Hún segir að Landspítalinn geti tekið við þjónustunni og segir að ekki verði rof á þessari þjónustu við þennan sjúklingahóp,“ segir Berglind Víðisdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn eigenda Karitas.Berglind Víðisdóttir hjúkrunarfræðingur og einn eiganda Karitas.Sjálf hefur Berglind miklar áhyggjur af því að rof verði á þjónustunni. „Við erum ekkert fráhverfar því að þessi viðkvæma starfsemi eigi heima undir Landspítalanum, en við vitum að það tekur langan tíma að undirbúa það og skipuleggja. Við erum með hátt í 100 sjúklinga á hverjum tíma og þessi tilfærsla mun ekki gerast á nokkrum vikum.“ Berglind segir að eigendur Karitas hafi í einhvern tíma leitað eftir því að fjármagn til félagsins verði aukið. „Samningurinn er að mörgu leyti barn síns tíma. Það er margt í honum sem þyrfti að skoða og laga. Það hafa verið settar inn í samninginn auknar kröfur á okkur án þess að það hafi komið til mótframlag,“ segir hún um samninginn. „Við höfum komið með margar tillögur um hvernig hægt væri að vinna þetta á hagkvæmari og skilvirkari hátt. Þær tillögur hafa ekki náð fram að ganga,“ segir Berglind og nefnir sem dæmi tæknibreytingar sem orðið hafa á samningstímanum. Hún segir að margir af yngri skjólstæðingum félagsins mundu frekar vilja nýta sér tæknina í stað heimavitjana í einhverjum tilfellum og það gæti sparað mikla fjármuni. Samningurinn er þess eðlis að Karitas fær greitt fyrir hverja vitjun sem hjúkrunarfræðingar félagsins fara í. „Samt erum við með bakvakt allan sólarhringinn fyrir okkar sjúklinga en við höfum aldrei fengið greiddar bakvaktargreiðslur. Við áætlum að við höfum tekið á milli átta og níu þúsund símtöl yfir árið á þessum bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það,“ segir Berglind sem tekur fram að kostnaður ríkisins vegna samningsins nemi um 80 til 90 milljónum króna á ári. Að sögn Berglindar er sambærileg þjónusta á Landspítalanum sem nefnist Heimahlynning og sinnir svipuðum, ef ekki minni, fjölda sjúklinga og Karitas. Þrátt fyrir að þjónustan sé til staðar hefur Berglind áhyggjur af tilfærslunni, eins og áður segir. „Ég held að Landspítalinn hafi ekki burði til að sinna þessu eins og staðan er í dag. Við mundum vilja fá að heyra frá ráðuneytinu hvernig þau ætla að færa þjónustuna frá okkur til Landspítalans.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.
Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira