Innlent

Bein útsending: Kynna umfangsmikla skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Í skýrslunni er meðal annars fjallað um hop jökla á Íslandi sem hafa bráðnað mikið síðustu áratugina.
Í skýrslunni er meðal annars fjallað um hop jökla á Íslandi sem hafa bráðnað mikið síðustu áratugina. Vísir/Gunnþóra

Vísindanefnd um loftslagsbreytingar kynnir niðurstöður skýrslu sinnar um áhrif loftslagsbreytinga á Ísland í dag. Tíu ár eru liðin frá því að síðasta skýrsla þessarar tegundar kom út og er nýja skýrslan umfangsmesta úttektin á afleiðingum hnattrænnar hlýnunar hér á landi til þessa.

Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar, lýsir helstu niðurstöðum skýrslunnar á kynningunni sem hefst kl. 14:00. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, afhendir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, fyrsta eintak skýrslunnar.

Þetta er í þriðja skiptið sem vísindanefnd skilar skýrslu um áhrif loftslagsbreytingar á Íslandi fyrir umhverfisráðuneytið. Sú síðasta kom út árið 2008 en sú fyrsta árið 2001. Fulltrúar frá Veðurstofunni, Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Hafrannsóknarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands áttu sæti í nefndinni.

Í skýrslunni er meðal annars fjallað ítarlega um súrnun sjávar, breytingar á sjávarstöðu, áhrif loftslagsbreytinga á náttúruvá, samfélagslega innviði og nauðsynlega aðlögun vegna þessa. Þá eru í henni að finna uppfærðar tölur um hlýnun síðustu áratuga á landinu og áhrif hennar á náttúrufar á landi og í hafinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.