Lífið

Skemmtilegast að baka

Jón Björn hefur ansi margt fyrir stafni, æfir körfubolta, skák og fótbolta. Honum finnst líka gaman að baka.
Jón Björn hefur ansi margt fyrir stafni, æfir körfubolta, skák og fótbolta. Honum finnst líka gaman að baka. Vísir/Eyþór

Jón Björn Margrétarson er sjö ára. Hann æfir fótbolta, körfubolta og skák.

Hvað ertu gamall?
6 ára.

Hvenær áttu afmæli?
26. febrúar.

Ertu að æfa íþróttir?
Já, ég æfi skák, fótbolta og körfubolta.

Jón Björn Margrétarson. Vísir/Eyþór

Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegust?
Mér finnst körfubolti mjög skemmtilegur.

Í hvaða skóla ertu?
Hamraskóla og ég er í 1. bekk.

Áttu systkini?
Nei.

Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum?
Mér finnst skemmtilegast að baka í heimilisfræði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Pylsa.

Hvað langar þig að gera í sumarfríinu þínu?
Fara til útlanda.

Hefur þú farið til útlanda?
Já, tvisvar sinnum. Til Kanarí­eyja og líka til Danmerkur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.