Lífið

Íslenska landsliðstreyjan stal senunni á bláa dreglinum

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Virkilega skemmtilegt atvik á bláa dreglinum.
Virkilega skemmtilegt atvik á bláa dreglinum.
Ari Ólafsson kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í Lissabon á þriðjudagskvöldið en hann gekk bláa dregilinn við MAAT listasafnið í borginni í dag.

Ari stóð sig vel, heillaði marga blaðamenn upp úr skónum en það var eitt atvik sem vakti sérstaka athygli og það var þegar íslenska landsliðsbúningnum var kastað til hans og brutust út töluverð fagnaðarlæti.

Fjölmargir ljósmyndarar mætti strax á staðinn og reyndu að fanga atvikið sem sjá má hér að neðan.

Þessi grein er unnin í samstarfi við Vodafone.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×