Ekki lokaákvörðun um Söknuð í Skandinavíu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2018 08:00 Jóhann Helgason og Jóhann, sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar sem samdi texta við Söknuð. Jóhann boðar málaferli vegna stuldar á laginu. Vísir/eyþór Hvorki höfundaréttarsamtök tónskálda í Noregi né í Svíþjóð hafa ákvarðað að lagið You Raise Me Up sé ekki eftirlíking af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason líkt og höfundur fyrrnefnda lagsins og útgefandi hans hafa fullyrt. Í viðtali við Verdens Gang í apríl var haft eftir Rolf Lövland, höfundi lagsins You Raise Me Up, að álitamálið um það hvort það sé eftirlíking af Söknuði hafi verið til lykta leitt með niðurstöðu sænsku höfundaréttarsamtakanna STIM á árinu 2004. Haft var eftir Martin Ingeström, forstjóra Universal í Stokkhólmi, í Fréttablaðinu 6. apríl, að málið hefði þegar verið „skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka“ með þeirri niðurstöðu að ekki væri um stuld að ræða. Universal er útgefandi Rolfs Lövland. Ingeström segist þar eiga við STIM og norsku höfundaréttarsamtökin TONO. Hvorki TONO né STIM hafa hins vegar það hlutverk að skera úr um álitaefni af þessu tagi. „Skoðun nefndarinnar er ekki bindandi ákvörðun heldur einfaldlega sérfræðiálit til leiðbeiningar,“ segir á heimasíðu STIM um hlutverk matsnefndar samtakanna.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli JóhannsÁ heimasíðu TONO segir að samtökin hafi „ekki vald til að skera úr um ágreining tveggja aðila í málum sem varða til dæmis lagastuld og slíkar höfundaréttardeilur“. Það sem Lövland og útgefandi hans vísa til er leiðbeinandi álit sem unnið var á ráðstefnu norrænna höfundaréttarsamtaka í Osló í júní 2004 og er merkt matsnefnd hinu norska TONO. Þar segir að nefndarmenn hafi borið saman lögin Söknuð, You Raise Me Up og „ömmu þeirra beggja“; írska þjóðlagið Danny Boy. „Það var einhuga stuðningur við það sjónarmið að fyrir tónlist af þessu tagi verði líkindin að vera nákvæmari og vara mun lengur til að réttlæta kröfu um brot á höfundarétti,“ segir í lokaorðum álitsins. Málið var aftur rætt á ráðstefnu höfundaréttasamtakanna í Helsinki á árinu 2005 með sömu niðurstöðu. „Það finnst sem sagt varla ástæða til að gruna lagastuld,“ var ályktun fundarins í Helsinki. Þar voru tekin fyrir fjögur meint lagastuldarmál. Tvö þeirra vörðuðu Rolf Lövland. Hvorugt laganna var talið vera stolið. Nefndin klofnaði þó varðandi lagið Adagio eftir Lövland sem haldið var fram að væri lagið Les feuilles mortes – eða Autum Leaves – eftir Joseph Kosma. Eins og komið hefur fram telja tveir íslenskir sérfræðingar sem báru saman Söknuð og You Raise Me Up fyrir STEF í apríl 2004 að lögin séu sláandi lík. Annar þeirra, Ríkharður Örn Pálsson, sat reyndar síðar fundinn í Helsinki fyrir hönd STEFs. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Sjá meira
Hvorki höfundaréttarsamtök tónskálda í Noregi né í Svíþjóð hafa ákvarðað að lagið You Raise Me Up sé ekki eftirlíking af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason líkt og höfundur fyrrnefnda lagsins og útgefandi hans hafa fullyrt. Í viðtali við Verdens Gang í apríl var haft eftir Rolf Lövland, höfundi lagsins You Raise Me Up, að álitamálið um það hvort það sé eftirlíking af Söknuði hafi verið til lykta leitt með niðurstöðu sænsku höfundaréttarsamtakanna STIM á árinu 2004. Haft var eftir Martin Ingeström, forstjóra Universal í Stokkhólmi, í Fréttablaðinu 6. apríl, að málið hefði þegar verið „skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka“ með þeirri niðurstöðu að ekki væri um stuld að ræða. Universal er útgefandi Rolfs Lövland. Ingeström segist þar eiga við STIM og norsku höfundaréttarsamtökin TONO. Hvorki TONO né STIM hafa hins vegar það hlutverk að skera úr um álitaefni af þessu tagi. „Skoðun nefndarinnar er ekki bindandi ákvörðun heldur einfaldlega sérfræðiálit til leiðbeiningar,“ segir á heimasíðu STIM um hlutverk matsnefndar samtakanna.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli JóhannsÁ heimasíðu TONO segir að samtökin hafi „ekki vald til að skera úr um ágreining tveggja aðila í málum sem varða til dæmis lagastuld og slíkar höfundaréttardeilur“. Það sem Lövland og útgefandi hans vísa til er leiðbeinandi álit sem unnið var á ráðstefnu norrænna höfundaréttarsamtaka í Osló í júní 2004 og er merkt matsnefnd hinu norska TONO. Þar segir að nefndarmenn hafi borið saman lögin Söknuð, You Raise Me Up og „ömmu þeirra beggja“; írska þjóðlagið Danny Boy. „Það var einhuga stuðningur við það sjónarmið að fyrir tónlist af þessu tagi verði líkindin að vera nákvæmari og vara mun lengur til að réttlæta kröfu um brot á höfundarétti,“ segir í lokaorðum álitsins. Málið var aftur rætt á ráðstefnu höfundaréttasamtakanna í Helsinki á árinu 2005 með sömu niðurstöðu. „Það finnst sem sagt varla ástæða til að gruna lagastuld,“ var ályktun fundarins í Helsinki. Þar voru tekin fyrir fjögur meint lagastuldarmál. Tvö þeirra vörðuðu Rolf Lövland. Hvorugt laganna var talið vera stolið. Nefndin klofnaði þó varðandi lagið Adagio eftir Lövland sem haldið var fram að væri lagið Les feuilles mortes – eða Autum Leaves – eftir Joseph Kosma. Eins og komið hefur fram telja tveir íslenskir sérfræðingar sem báru saman Söknuð og You Raise Me Up fyrir STEF í apríl 2004 að lögin séu sláandi lík. Annar þeirra, Ríkharður Örn Pálsson, sat reyndar síðar fundinn í Helsinki fyrir hönd STEFs.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Sjá meira
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15
Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. 7. apríl 2018 08:30
Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45