Lífið

Þjóðin klofin í væntingum sínum fyrir Eurovision

Samúel Karl Ólason skrifar
Ari Ólafsson í Lissabon.
Ari Ólafsson í Lissabon. Vísir/AFP
Rúmur meirihluti þjóðarinnar telur að framlag Íslands í Eurovision muni ekki komast áfram úr undanúrslitunum á morgun. Þetta kemur fram í könnun MMR þar sem 49 prósent svarenda töldu að lagið Our Choice eftir Þórunni Ernu Clausen og í flutningi Ara Ólafssonar, myndi komast á úrslitakvöldið á laugardaginn.

Tíu prósent svarenda sögðust vongóðir um að lagið myndi hreppa eitt af tíu efstu sætum keppninnar en 34 prósent sögðu að lagið myndi enda í átta neðstu sætunum.

í tilkynningu frá MMR segir að konur hafi verið jákvæðari en karlar þegar sneri að spurningunni um hvort lagið kæmist áfram úr undanúrslitunum, eða 54 prósent á móti 45. Þá voru karlar einnig líklegri til að telja að lagið myndi enda í 36. til 43. sæti. Þar að auki var elsti aldurshópurinn, 68 ára og eldri, hvað jákvæðastir fyrir morgundaginn. 81 prósent þeirra töldu að lagið myndi komast áfram annað kvöld.


Tengdar fréttir

Júrógarðurinn: Sérfræðingar spá í spilin

Ari Ólafsson kemur fram á dómararennslinu í Eurovision í Lissabon í kvöld en hann gekk bláa dregilinn við MAAT listasafnið í borginni í gær og síðan er komið að stóru stundinni annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×