Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði stökkbreytist í lag Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2018 14:28 Myndin, eða lagið, sem fer nú sem eldur um sinu um internetið. Haukur Sigurðsson Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði umbreytist í tónverk og fer sem eldur í sinu um netið. Meðal annars er myndin komin á Reddit, sem er ein helsta vefsíða veraldar. Hér er um fordæmalausan samruna listgreina að ræða. Haukur Sigurðsson ljósmyndari með meiru tók magnaða ljósmynd af skíðamönnum í Fossvatnsgöngunni á Ísafirði og birti á Facebooksíðu sinni. Myndin er tekin úr mikilli hæð og sýnir skugga göngumannanna og það minnti helst á nótur á nótnablaði. „Þetta er skemmtilegt,“ segir Haukur. „Ég tók bara myndina en það merkilega er það sem fólk er að gera með myndina.“Fyrst tók Stefán Freyr, ísfirskur tónlistarmaður og gítarleikari, sig til og spilaði lag eftir þeim nótum sem hann þóttist greina á myndinni.Nördar á Reddit spreyta sig á útsetningum Haukur segir að seinna hafi einhver tekið sig til og birt þetta á Reddit. „Þar hópuðust að einhverjir nördar sem fóru að spila þetta og útsetja. Það er komið fullt af útgáfum,“ segir Haukur og honum er skemmt yfir því hvernig þróunin hefur verið.Haukur með yrðling í annarri og linsu í hinni.Haukur telur einsýnt að þetta hljóti að verða Fossvatnslagið 2019, þessi óvænti samruni listgreina. „Já, það var einhver hér á Ísafirði sem nefndi að þetta væri sjálfsmynd Ísafjarðar, sem vill kenna sig við skíði og tónlist. Einhvern veginn sjálfssprottin sjálfa.“Vill ekki sjá mannfjölda á Vestfjörðum Haukur er menntaður mannfræðingur og er búsettur á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni hvar hann rekur sitt fyrirtæki þar sem snýr einkum að ljósmyndun, myndbandsgerð og markaðsmálum fyrir Vestfirði. Hann sér meðal annars um samfélagsmiðla Visit Westfjords, sem miða að því að segja frá og sýna vestfirska menningu og náttúru. Vestfjarðarkjálkinn hlýtur að vera næstur á dagskrá í tengslum við straum ferðamanna um landið nú þegar ferðamennirnir sjálfir eru farnir að kvarta undan mannfjölda. Eða hvað? Haukur er reyndar ekkert endilega á því þó hann starfi við markaðsmál sem snúa að ferðamennsku fyrir Vestfirði. „Við viljum ekkert þennan mannfjölda. Fínt eins og þetta er. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að þetta verði eins og Suðurlandið. Sjarmi Vestfjarða er einmitt sá að hér getur maður verið svolítið eins og Palli var einn í heiminum.“ Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Ljósmynd af skíðamönnum á Ísafirði umbreytist í tónverk og fer sem eldur í sinu um netið. Meðal annars er myndin komin á Reddit, sem er ein helsta vefsíða veraldar. Hér er um fordæmalausan samruna listgreina að ræða. Haukur Sigurðsson ljósmyndari með meiru tók magnaða ljósmynd af skíðamönnum í Fossvatnsgöngunni á Ísafirði og birti á Facebooksíðu sinni. Myndin er tekin úr mikilli hæð og sýnir skugga göngumannanna og það minnti helst á nótur á nótnablaði. „Þetta er skemmtilegt,“ segir Haukur. „Ég tók bara myndina en það merkilega er það sem fólk er að gera með myndina.“Fyrst tók Stefán Freyr, ísfirskur tónlistarmaður og gítarleikari, sig til og spilaði lag eftir þeim nótum sem hann þóttist greina á myndinni.Nördar á Reddit spreyta sig á útsetningum Haukur segir að seinna hafi einhver tekið sig til og birt þetta á Reddit. „Þar hópuðust að einhverjir nördar sem fóru að spila þetta og útsetja. Það er komið fullt af útgáfum,“ segir Haukur og honum er skemmt yfir því hvernig þróunin hefur verið.Haukur með yrðling í annarri og linsu í hinni.Haukur telur einsýnt að þetta hljóti að verða Fossvatnslagið 2019, þessi óvænti samruni listgreina. „Já, það var einhver hér á Ísafirði sem nefndi að þetta væri sjálfsmynd Ísafjarðar, sem vill kenna sig við skíði og tónlist. Einhvern veginn sjálfssprottin sjálfa.“Vill ekki sjá mannfjölda á Vestfjörðum Haukur er menntaður mannfræðingur og er búsettur á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni hvar hann rekur sitt fyrirtæki þar sem snýr einkum að ljósmyndun, myndbandsgerð og markaðsmálum fyrir Vestfirði. Hann sér meðal annars um samfélagsmiðla Visit Westfjords, sem miða að því að segja frá og sýna vestfirska menningu og náttúru. Vestfjarðarkjálkinn hlýtur að vera næstur á dagskrá í tengslum við straum ferðamanna um landið nú þegar ferðamennirnir sjálfir eru farnir að kvarta undan mannfjölda. Eða hvað? Haukur er reyndar ekkert endilega á því þó hann starfi við markaðsmál sem snúa að ferðamennsku fyrir Vestfirði. „Við viljum ekkert þennan mannfjölda. Fínt eins og þetta er. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að þetta verði eins og Suðurlandið. Sjarmi Vestfjarða er einmitt sá að hér getur maður verið svolítið eins og Palli var einn í heiminum.“
Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira