Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2018 19:23 Svínafellsjökull er skriðjökull sem gengur út frá Vatnajökli. vísir/sunna Möguleiki er á stóru berghlaupi niður Svínafellsjökul vegna sprungu ofan jökulsins. Greint er frá málinu á vef Veðurstofunnar en þar segir að haustið 2014 hafi bændur á Svínafelli fundið sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Á vef Veðurstofunnar segir að hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 metra yfir yfirborð jökulsins en í vor uppgötvaðist svo önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. „Líklegt þykir að þessar sprungur tengist og að þær séu mögulega hluti af sömu sprungunni í berggrunni. Ef sprungurnar eru tengdar, þá er sá hluti hlíðarinnar sem hreyfist um 1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að nákvæmur aldur sprungnanna er ekki þekktur en þær sjást ekki á loftmynd sem tekin var árið 2003. Þær eru hins vegar greinilegar á landlíkani frá 2011. Líklegt er því að sprungurnar hafi myndast og orðið sýnilegar á yfirborði einhvern tíma á þessum árum. Að því er segir á vef Veðurstofunnar er nauðsynlegt að vakta svæðið og gera mælingar til þess að meta megi hraða og eðli hreyfingarinnar. Veðurstofan og Háskóli Íslands munu vinna að því í sameiningu.Nánar má lesa um málið hér á vef Veðurstofunnar. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Möguleiki er á stóru berghlaupi niður Svínafellsjökul vegna sprungu ofan jökulsins. Greint er frá málinu á vef Veðurstofunnar en þar segir að haustið 2014 hafi bændur á Svínafelli fundið sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Á vef Veðurstofunnar segir að hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 metra yfir yfirborð jökulsins en í vor uppgötvaðist svo önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. „Líklegt þykir að þessar sprungur tengist og að þær séu mögulega hluti af sömu sprungunni í berggrunni. Ef sprungurnar eru tengdar, þá er sá hluti hlíðarinnar sem hreyfist um 1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að nákvæmur aldur sprungnanna er ekki þekktur en þær sjást ekki á loftmynd sem tekin var árið 2003. Þær eru hins vegar greinilegar á landlíkani frá 2011. Líklegt er því að sprungurnar hafi myndast og orðið sýnilegar á yfirborði einhvern tíma á þessum árum. Að því er segir á vef Veðurstofunnar er nauðsynlegt að vakta svæðið og gera mælingar til þess að meta megi hraða og eðli hreyfingarinnar. Veðurstofan og Háskóli Íslands munu vinna að því í sameiningu.Nánar má lesa um málið hér á vef Veðurstofunnar.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira