Sífellt fleiri eru á vappi á gönguleiðum með Wappi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. apríl 2018 08:00 Einar Skúlason segir að eftir nokkurra ára rekstur hafi nú átján þúsund manns hlaðið niður gönguappinu Wappi. Vísir/stefán „Wapp er gönguapp sem hjálpar manni að rata um leiðir og gefur manni upplýsingar um þær. Appið er bæði á íslensku og ensku og virkar þannig að maður hleður leiðinni inn í símann. Þá fylgja kort, texti og myndir. En þú getur ekki notað það í beinni gagnatengingu, þú verður að nota það offline,“ segir Einar Skúlason, aðstandandi Wappsins, en notendum þess og leiðum hefur fjölgað hressilega frá stofnun. Appið er orðið nokkurra ára gamalt og segir Einar að samtals hafi 18.000 hlaðið því niður. Þegar það fór fyrst í loftið voru tíu leiðir í boði. Nú eru leiðirnar orðnar rúmlega 220 talsins og eru fleiri á leiðinni að sögn Einars. Einar segist nefnilega alltaf vera að bæta við. „Ég er núna að vinna í að setja inn Hlíðarveg á Selvogsgötu. Selvogsgata er gömul leið milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Ég er nú þegar búinn að setja hana við. Hlíðarvegurinn er hins vegar svona hliðargata sem liggur niður að Hlíðarvatni í Selvogi,“ segir Einar. Viðtökurnar hafa að sögn Einars verið góðar og þær séu alltaf að verða betri. „Þegar ég opnaði voru bara tíu leiðir inni. Það var svolítið eins og að opna verslun og allar hillurnar væru tilbúnar en það væru bara örfáar vörur í þeim. Nú er þetta orðið miklu betra.“ Hugmyndin að Wappinu kviknaði árið 2014. Áður hafði Einar skrifað tvær göngubækur en í ljósi þess að veður byði ekki alltaf upp á að fólk tæki með sér bækur, og í ljósi vaxandi snjallsímanotkunar, sá hann fram á að stafrænt efni væri framtíðin. „Þá ákvað ég að finna leið til að hætta að skrifa fyrir prent og skrifa frekar stafrænt. Ég ætlaði fyrst að reyna að finna eitthvert app til að skrifa inn í en fann ekkert sem hentaði. Það var ekki hugmyndin í upphafi að láta forrita app. Svo var það bara eina leiðin.“ Og Einar segir að appið auki öryggi. Í samstarfi við Neyðarlínuna sé notendum boðið að senda Neyðarlínunni skilaboð, gjaldfrjálst, með staðsetningu á meðan á göngu stendur. Þau skilaboð sé svo hægt að skoða ef göngumaðurinn týnist Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Wapp er gönguapp sem hjálpar manni að rata um leiðir og gefur manni upplýsingar um þær. Appið er bæði á íslensku og ensku og virkar þannig að maður hleður leiðinni inn í símann. Þá fylgja kort, texti og myndir. En þú getur ekki notað það í beinni gagnatengingu, þú verður að nota það offline,“ segir Einar Skúlason, aðstandandi Wappsins, en notendum þess og leiðum hefur fjölgað hressilega frá stofnun. Appið er orðið nokkurra ára gamalt og segir Einar að samtals hafi 18.000 hlaðið því niður. Þegar það fór fyrst í loftið voru tíu leiðir í boði. Nú eru leiðirnar orðnar rúmlega 220 talsins og eru fleiri á leiðinni að sögn Einars. Einar segist nefnilega alltaf vera að bæta við. „Ég er núna að vinna í að setja inn Hlíðarveg á Selvogsgötu. Selvogsgata er gömul leið milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Ég er nú þegar búinn að setja hana við. Hlíðarvegurinn er hins vegar svona hliðargata sem liggur niður að Hlíðarvatni í Selvogi,“ segir Einar. Viðtökurnar hafa að sögn Einars verið góðar og þær séu alltaf að verða betri. „Þegar ég opnaði voru bara tíu leiðir inni. Það var svolítið eins og að opna verslun og allar hillurnar væru tilbúnar en það væru bara örfáar vörur í þeim. Nú er þetta orðið miklu betra.“ Hugmyndin að Wappinu kviknaði árið 2014. Áður hafði Einar skrifað tvær göngubækur en í ljósi þess að veður byði ekki alltaf upp á að fólk tæki með sér bækur, og í ljósi vaxandi snjallsímanotkunar, sá hann fram á að stafrænt efni væri framtíðin. „Þá ákvað ég að finna leið til að hætta að skrifa fyrir prent og skrifa frekar stafrænt. Ég ætlaði fyrst að reyna að finna eitthvert app til að skrifa inn í en fann ekkert sem hentaði. Það var ekki hugmyndin í upphafi að láta forrita app. Svo var það bara eina leiðin.“ Og Einar segir að appið auki öryggi. Í samstarfi við Neyðarlínuna sé notendum boðið að senda Neyðarlínunni skilaboð, gjaldfrjálst, með staðsetningu á meðan á göngu stendur. Þau skilaboð sé svo hægt að skoða ef göngumaðurinn týnist
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira