Innlent

Bein útsending: Velferðarnefnd ræðir mál Braga

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag.
Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag.
Ásmundur Einar Daðason, jafnréttis- og félagsmálaráðherra kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag klukkan 11 til að ræða mál Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar telur að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26. Febrúar síðastliðinn um ásakanir á hendur Braga.

Stundin fjallaði á föstudag um ásakanir á hendur Braga sem sakaður er um að hafa haft óeðlileg afskipti af störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna vorkunnar eða kunningsskapar. Þar kemur fram að Ásmundur Einar hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga af barnaverndarmáli Hafnarfirði og þrýsting sem Bragi er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann þegar ríkistjórnin ákvað þann 23. febrúar að útnefna Braga sem frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×