Eina kvöldið þar sem það má gera grín að forsetanum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. apríl 2018 13:09 George W. Bush og Steve Bridges á kvöldverði blaðamanna árið 2006. Vísir/Getty Grínistinn Michelle Wolf varð á um það bil tuttugu mínútum umdeildasta kona Bandaríkjanna eftir að hún kom fram á árlegum kvöldverði blaðamanna innan Hvíta hússins á laugardag. Wolf er þó ekki fyrsti grínistinn til að lenda í vandræðum vegna uppistands á kvöldverðinum. Löng hefð er fyrir því að eitt kvöld á ári sé skotleyfi á forsetann og hafa margir grínistar í gegnum tíðina nýtt tækifærið vel. Margir telja að Wolf hafi gengið of langt. Ummæli hennar um Söruh Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, þóttu of persónuleg og þá var hún óhrædd við að nefna mál Stormy Daniels, klámstjörnunnar sem vill segja söguna af kynnum sínum við forsetann. Ekki í anda samtakanna Margaret Talev, formaður samtaka blaðamanna innan Hvíta hússins (WHCA) kynnti hana á svið sem einhvern sem var alls ekki hluti af Washington. Það átti að vera jákvætt, þar sem yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vera ekki í miklum tengslum við almenning. Tæpum sólarhring seinna gaf Talev út yfirlýsingu þar sem hún sagði að uppistand Wolf væri ekki í anda þess sem samtökin standi fyrir, en samtökin standa fyrir frjálsa fjölmiðla, samkvæmt heimasíðu þeirra.#WHCA Statement to Members on Annual Dinner pic.twitter.com/8DKoHNxpNi— WHCA (@whca) April 30, 2018 Forsetinn lét ekki sjá sig á laugardag, hann lét heldur ekki sjá sig í fyrra og nú vill hann að hefðin verði lögð af, enda er Donald Trump ekki þekktur fyrir að hafa mikinn húmor fyrir sjálfum sér. En hann lét sjá sig á Twitter og sagði hann að Wolf hefði verið klúr og að kvöldið hefði verið til skammar.The White House Correspondents' Dinner was a failure last year, but this year was an embarrassment to everyone associated with it. The filthy “comedian” totally bombed (couldn't even deliver her lines-much like the Seth Meyers weak performance). Put Dinner to rest, or start over!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 30, 2018 Kvöldið þegar allir gera grín að öllum Hinn árlegi kvöldverður blaðamanna innan Hvíta hússins hefur verið haldinn frá árinu 1921. Kvöldið er fyrst og fremst fjáröflunarkvöldverður þar sem safnað er fyrir skólagjöldum fyrir unga og upprennandi blaðamenn. Menn eru heiðraðir fyrir afrek í umfjöllun um pólitík og í seinni tíð hefur fræga fólkið úr Hollywood gert sér ferð til að sýna sig og sjá aðra í Washington. Hefð er fyrir því að bæði forsetinn og varaforsetinn láti sjá sig og ávarpar forsetinn yfirleitt salinn ásamt vel völdum skemmtikrafti. Fimmtán forsetar hafa látið sjá sig á kvöldverðnum, að minnsta kosti einu sinni. Yfirleitt er kvöldið einnig nýtt í að gera grín að fjölmiðlum, stríða þeim fyrir klisjukenndar fyrirsagnir og umdeildan fréttaflutning. Oft hefur forsetinn nýtt tækifærið til að sýna að hann sé ekki fullkomlega húmorslaus og að hann sé meðvitaður um eigin vankanta sem manneskja og stjórnmálamaður.Til að mynda gerði Gerald Ford grín að sjálfum sér árið 1976. Þá fór Chevy Chase með hlutverk forsetans í gamanþáttunum Saturday Night Live og var Chase einn af skemmtikröftum kvöldsins. „Góða kvöldið. Ég er Gerald Ford og það ert þú ekki,“ sagði forsetinn, bein vísun í eftirhermu Chase af honum sjálfum. Á sínum síðasta kvöldverði sem forseti nýtti Bill Clinton tækifærið til að gera grín að sjálfum sér og sýndi stuttmyndina President Clinton: The Final Days, þar sem hann var einmana maður í tómu Hvíta húsi og var að fá kennslu á Internetið.Umdeildasta framkoman Frægasta dæmið um umdeida framkomu grínista fram til þessa verður þó að teljast uppistand Stephen Colbert frá árinu 2006 þegar George W. Bush var forseti. Colbert flutti ávarp sitt sem geysivinsælt hliðarsjálf sitt úr þáttunum Colbert Report, þar sem hann lék ofur-íhaldssaman sjónvarpsmann, ádeilu á menn eins og Bill O‘Reilly og Sean Hannity. Nokkrir ráðgjafar forsetans gengu út á meðan Colbert flutti töluna og virtist forsetinn við það að missa stjórn á skapi sínu á tímabili. Þó að framkoma Colbert hafi verið umdeild litu flestir á hana sem svo að hann hafi nýtt tækifærið vel til að tala tæpitungulaust um viðkvæm málefni. Sama kvöld gerði Bush einmitt grín að sjálfum sér. Hann hélt ræðu með grínistann Steve Bridges sér við hlið sem lék innri-rödd forsetans.Mögulegt upphaf framboðs Trump Árið 2011 gerðu bæði Barack Obama þáverandi forseti og Seth Meyers, grínisti kvöldsins, stólpagrín að Donald Trump, sem var þá ekki annað en sjónvarpsmaður sem trúði því ekki að forsetinn væri bandarískur. Margir blaðamenn sem voru viðstaddir umrætt kvöld hafa rakið ákvörðun Trump til að bjóða sig fram til forseta til ummæla forsetans og Meyers þetta kvöld, þó hann hafi sjálfur í seinni tíð vísað því á bug.Barack Obama kemur fram ásamt Keegan Michael Key árið 2015.Vísir/GettyÁrið 2016 vakti Larry Wilmore einnig mikið umtal. Hann gekk hart á forsetann, fjölmiðla, aktívista, stjórnmálamenn og Hollywood-stjörnurnar sem voru viðstaddar. Í lokin þakkaði hann Obama fyrir að vera fyrsti svarti forsetinn og notaði N-orðið í beinni útsendingu. Mörgum þótti orðalagið móðgandi. Sama ár nýtti Obama ræðu sína í að gera grín að arftaka sínum, nefndi að líklega væri um að ræða síðasta kvöldverð samtakanna og sagði að endalok lýðveldisins hefði aldrei litið betur út. Það er ólíklegt að kvöldverðurinn verði sleginn af, eins og núverandi Bandaríkjaforseti vill að verði gert. Enn ólíklegra verður að teljast að Michelle Wolf verði boðið að koma aftur á næsta ári. Tengdar fréttir Wolf skaut föstum skotum á Trump Michelle Wolf var með uppistand á árlegum kvöldverði blaðamanna innan Hvíta hússins. 29. apríl 2018 11:46 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Grínistinn Michelle Wolf varð á um það bil tuttugu mínútum umdeildasta kona Bandaríkjanna eftir að hún kom fram á árlegum kvöldverði blaðamanna innan Hvíta hússins á laugardag. Wolf er þó ekki fyrsti grínistinn til að lenda í vandræðum vegna uppistands á kvöldverðinum. Löng hefð er fyrir því að eitt kvöld á ári sé skotleyfi á forsetann og hafa margir grínistar í gegnum tíðina nýtt tækifærið vel. Margir telja að Wolf hafi gengið of langt. Ummæli hennar um Söruh Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, þóttu of persónuleg og þá var hún óhrædd við að nefna mál Stormy Daniels, klámstjörnunnar sem vill segja söguna af kynnum sínum við forsetann. Ekki í anda samtakanna Margaret Talev, formaður samtaka blaðamanna innan Hvíta hússins (WHCA) kynnti hana á svið sem einhvern sem var alls ekki hluti af Washington. Það átti að vera jákvætt, þar sem yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vera ekki í miklum tengslum við almenning. Tæpum sólarhring seinna gaf Talev út yfirlýsingu þar sem hún sagði að uppistand Wolf væri ekki í anda þess sem samtökin standi fyrir, en samtökin standa fyrir frjálsa fjölmiðla, samkvæmt heimasíðu þeirra.#WHCA Statement to Members on Annual Dinner pic.twitter.com/8DKoHNxpNi— WHCA (@whca) April 30, 2018 Forsetinn lét ekki sjá sig á laugardag, hann lét heldur ekki sjá sig í fyrra og nú vill hann að hefðin verði lögð af, enda er Donald Trump ekki þekktur fyrir að hafa mikinn húmor fyrir sjálfum sér. En hann lét sjá sig á Twitter og sagði hann að Wolf hefði verið klúr og að kvöldið hefði verið til skammar.The White House Correspondents' Dinner was a failure last year, but this year was an embarrassment to everyone associated with it. The filthy “comedian” totally bombed (couldn't even deliver her lines-much like the Seth Meyers weak performance). Put Dinner to rest, or start over!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 30, 2018 Kvöldið þegar allir gera grín að öllum Hinn árlegi kvöldverður blaðamanna innan Hvíta hússins hefur verið haldinn frá árinu 1921. Kvöldið er fyrst og fremst fjáröflunarkvöldverður þar sem safnað er fyrir skólagjöldum fyrir unga og upprennandi blaðamenn. Menn eru heiðraðir fyrir afrek í umfjöllun um pólitík og í seinni tíð hefur fræga fólkið úr Hollywood gert sér ferð til að sýna sig og sjá aðra í Washington. Hefð er fyrir því að bæði forsetinn og varaforsetinn láti sjá sig og ávarpar forsetinn yfirleitt salinn ásamt vel völdum skemmtikrafti. Fimmtán forsetar hafa látið sjá sig á kvöldverðnum, að minnsta kosti einu sinni. Yfirleitt er kvöldið einnig nýtt í að gera grín að fjölmiðlum, stríða þeim fyrir klisjukenndar fyrirsagnir og umdeildan fréttaflutning. Oft hefur forsetinn nýtt tækifærið til að sýna að hann sé ekki fullkomlega húmorslaus og að hann sé meðvitaður um eigin vankanta sem manneskja og stjórnmálamaður.Til að mynda gerði Gerald Ford grín að sjálfum sér árið 1976. Þá fór Chevy Chase með hlutverk forsetans í gamanþáttunum Saturday Night Live og var Chase einn af skemmtikröftum kvöldsins. „Góða kvöldið. Ég er Gerald Ford og það ert þú ekki,“ sagði forsetinn, bein vísun í eftirhermu Chase af honum sjálfum. Á sínum síðasta kvöldverði sem forseti nýtti Bill Clinton tækifærið til að gera grín að sjálfum sér og sýndi stuttmyndina President Clinton: The Final Days, þar sem hann var einmana maður í tómu Hvíta húsi og var að fá kennslu á Internetið.Umdeildasta framkoman Frægasta dæmið um umdeida framkomu grínista fram til þessa verður þó að teljast uppistand Stephen Colbert frá árinu 2006 þegar George W. Bush var forseti. Colbert flutti ávarp sitt sem geysivinsælt hliðarsjálf sitt úr þáttunum Colbert Report, þar sem hann lék ofur-íhaldssaman sjónvarpsmann, ádeilu á menn eins og Bill O‘Reilly og Sean Hannity. Nokkrir ráðgjafar forsetans gengu út á meðan Colbert flutti töluna og virtist forsetinn við það að missa stjórn á skapi sínu á tímabili. Þó að framkoma Colbert hafi verið umdeild litu flestir á hana sem svo að hann hafi nýtt tækifærið vel til að tala tæpitungulaust um viðkvæm málefni. Sama kvöld gerði Bush einmitt grín að sjálfum sér. Hann hélt ræðu með grínistann Steve Bridges sér við hlið sem lék innri-rödd forsetans.Mögulegt upphaf framboðs Trump Árið 2011 gerðu bæði Barack Obama þáverandi forseti og Seth Meyers, grínisti kvöldsins, stólpagrín að Donald Trump, sem var þá ekki annað en sjónvarpsmaður sem trúði því ekki að forsetinn væri bandarískur. Margir blaðamenn sem voru viðstaddir umrætt kvöld hafa rakið ákvörðun Trump til að bjóða sig fram til forseta til ummæla forsetans og Meyers þetta kvöld, þó hann hafi sjálfur í seinni tíð vísað því á bug.Barack Obama kemur fram ásamt Keegan Michael Key árið 2015.Vísir/GettyÁrið 2016 vakti Larry Wilmore einnig mikið umtal. Hann gekk hart á forsetann, fjölmiðla, aktívista, stjórnmálamenn og Hollywood-stjörnurnar sem voru viðstaddar. Í lokin þakkaði hann Obama fyrir að vera fyrsti svarti forsetinn og notaði N-orðið í beinni útsendingu. Mörgum þótti orðalagið móðgandi. Sama ár nýtti Obama ræðu sína í að gera grín að arftaka sínum, nefndi að líklega væri um að ræða síðasta kvöldverð samtakanna og sagði að endalok lýðveldisins hefði aldrei litið betur út. Það er ólíklegt að kvöldverðurinn verði sleginn af, eins og núverandi Bandaríkjaforseti vill að verði gert. Enn ólíklegra verður að teljast að Michelle Wolf verði boðið að koma aftur á næsta ári.
Tengdar fréttir Wolf skaut föstum skotum á Trump Michelle Wolf var með uppistand á árlegum kvöldverði blaðamanna innan Hvíta hússins. 29. apríl 2018 11:46 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Wolf skaut föstum skotum á Trump Michelle Wolf var með uppistand á árlegum kvöldverði blaðamanna innan Hvíta hússins. 29. apríl 2018 11:46