Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. apríl 2018 20:39 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómi í mars 2012. Vísir/Vilhelm Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá efnahagshruninu er fastur liður hjá blaðinu að kanna hvar helstu leikendur í því eru staddir í dag og hvað þeir eru að gera. Í viðtalinu kemur fram að Geir sé enn í áberandi stöðu fyrir landið sem sendiherra Íslands í Washington. Það sé ólíkt öðrum embættismönnum og forstjórum sem hafi látið lítið fyrir sér fara eftir bankahrunið. Hann segir þó í viðtalinu að hann taki ekki lengur ákvarðanirnar og að hann sé kominn í rólegra starf. Þá er rifjað upp samband íslenskra ráðamanna við Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, og að Brown hafi ásakað ríkisstjórn Geirs um að brjóta gegn lögum með ákvörðunum sínum. Geir hafi ávallt neitað því. Geir er einnig spurður út í þá ákvörðun Landsdóms um að sakfella hann fyrir að hafa ekki haldið nægilega marga ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál í aðdraganda kreppunnar. Segir hann að ákæran hafi verið af pólitískum toga. „Ákæran var pólitísk af hálfu þingsins. Þegar Lehman bankinn féll þá var ekki margt sem við gátum gert, það var allt að fara niður á við alls staðar,“ segir Geir í samtali við WSJ. Þá nefnir fyrrverandi forsætisráðherrann að fólk sem hafi átt þátt í hruninu hafi verið dæmt í fangelsi. „Maður spyr sig hvers vegna það gerðist ekki í Bandaríkjunum,“ segir hann. Landsdómur Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá efnahagshruninu er fastur liður hjá blaðinu að kanna hvar helstu leikendur í því eru staddir í dag og hvað þeir eru að gera. Í viðtalinu kemur fram að Geir sé enn í áberandi stöðu fyrir landið sem sendiherra Íslands í Washington. Það sé ólíkt öðrum embættismönnum og forstjórum sem hafi látið lítið fyrir sér fara eftir bankahrunið. Hann segir þó í viðtalinu að hann taki ekki lengur ákvarðanirnar og að hann sé kominn í rólegra starf. Þá er rifjað upp samband íslenskra ráðamanna við Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, og að Brown hafi ásakað ríkisstjórn Geirs um að brjóta gegn lögum með ákvörðunum sínum. Geir hafi ávallt neitað því. Geir er einnig spurður út í þá ákvörðun Landsdóms um að sakfella hann fyrir að hafa ekki haldið nægilega marga ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál í aðdraganda kreppunnar. Segir hann að ákæran hafi verið af pólitískum toga. „Ákæran var pólitísk af hálfu þingsins. Þegar Lehman bankinn féll þá var ekki margt sem við gátum gert, það var allt að fara niður á við alls staðar,“ segir Geir í samtali við WSJ. Þá nefnir fyrrverandi forsætisráðherrann að fólk sem hafi átt þátt í hruninu hafi verið dæmt í fangelsi. „Maður spyr sig hvers vegna það gerðist ekki í Bandaríkjunum,“ segir hann.
Landsdómur Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira